Ég hélt ég yrði ekki eldri. Þetta var svartur dagur í sögu bloggsins. Miðjan var ósátt. Hvers vegna? Jú, áhugaleysi lesenda Miðjunnar hafði gert vart við sig að því er Miðjan vildi meina. En kallinu var svarað. Lesendur í tuga tali tóku til sinna mála og hef ég trú á að sú hvatning sem Miðjan finnur fyrir á síðu sinni þessa dagana hvetji hann til frekari dáða, eða eins og einn harður aðdáandi Miðjunnar orðaði það, "Taki aftur við bloggkyndlinum"!
Það er trú þess er þetta ritar að Miðjan haldi áfram að ylja lesendum sínum um hjartarætur með hnittnum og fróðlegum pistlum um daginn og veginn!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim