mánudagur, september 12, 2005

Þá erum við búnir að kveðja hommana okkar í bili. Reyndar fór Alan á föstudag í 2 mánaða árlega fuglaskoðunarferð til Argentínu. Á meðan sér Dan um að gefa 19 ára (!!) kettinum hans Alan sprauturnar sínar á meðan hann er í burtu. Kallinn er dauðhræddur um að kötturinn deyi meðan hann sé í burtu og þá fari allt í háaloft. Fyndnir gæjar. Erum allavegna komnir til Geira og Óla sem búa á svipuðum slóðum og við. Þar erum við Atli á tvöfaldri dýnu þ.a. næturnar verða nánar í e-n tíma í viðbót. Svo dettur íbúðin inn um næstu helgi og þetta byrjar fyrir alvöru.

Fórum á County Fair á laugardaginn með Dan, The Puyallup Fair. Þar var allt að gerast. Bændur að keppa með kýrnar og hestana sína, konurnar í saumaskap og svo allskonar tónlistaratriði. Fullt af fólki þarna á risasvæði. Svo var tívolísvæði og við fórum í stærsta rússíbanann og fallandi turn og allt gott um það að segja.

Fengum okkur svo "Bull Chip Cookie" sem er e-ar risasmákökur sem voru magnaðar. Tókum svo strætó aftur á svona Park and Ride stað sem eru úti um allt. Þangað keyrir liðið bílinn á morgnan, risabílastæði, og tekur svo strætó kannski í allt að klst í vinnuna. Fórum í fótbolta á UW æfingavellinum í dag sem var fínn. Stefnum á að komast í UW Club team fyrst Coach Dean Wurzberger hafði ekki áhuga á að skoða okkur í bili. Æfingar byrja eftir 2 vikur þ.a. við verðum að komast í þokkalegt form ef við eigum að komast í liðið. Þarna er líka massa líkamsræktaraðstaða á skala við Laugar. Fínt að taka vel á því enda partý framundan í kvöld. Já, fyrsta semi blekið á mánudegi. Robyn vinkona okkar í afgreiðslunni hjá Ásgeiri og Óla bauð okkur Atla í afmælið sitt, 21 árs. Þá á að fara á aðalpartýgötuna á háskólasvæðinu, "The Ave" og byrja á neðsta barnum og vinna sig uppeftir. Þetta verður nett og svo fjárfestir maður í tölvu á morgun í þynnkunni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim