laugardagur, mars 19, 2005

Heilagur Patrekur var haldinn hátíðlegur á fimmtudagskvöldið og fóru nokkrir snillingar auk mín á Dubliners af því tilefni. Dúndurstemmning á báðum hæðum, sérstaklega stóð "vinur minn" Garðar Garðarsson trúbador sig vel á neðri hæðinni. Kíktum svo á Stúdentakjallarann þar sem e-ð band sem Tryggvi vildi endilega heyra í var að spila, þeir voru reyndar bara helvíti góðir.
Smá þynnka á föstudaginn sem er nú ekki algengt en hún var skammlíf enda vísindaferðin í ÍAV frekar snemma. Hörkuferð og svo sameiginlegt partý hjá 1. og 3. árinu í boði Hannesar og Kára (miklir snillingar á 1. ári). Svo fer minnið e-ð að bregðast mér og er það mjög sjaldan sem það kemur fyrir. Miðjan talaði meira segja um að við Alli Body hefðum reynt að kremja hann á Pravda en ég vil nú ekkert kannast við það. Svo var Skermurinn að bulla um e-a pizzu sem er líka algjör þvæla.
Anyhow, tvö vel heppnuð kvöld enda ærin ástæða til að fagna þar sem ég fékk styrkinn svo það stefnir í 2 ár í félagsskap Shawn Kemp, Frasier og fleiri hetja í Seattle!