It's been a while.
Það var lagið
Við töffararnir í byggingunni fórum í þáttinn til Hemma Gunn. Þvílík stemmning, margir í ölinu-sumir meir en aðrir, en allt fór vel fram. Voru teknir upp tveir þættir. Í fyrri þættinum var "landslið kvenna" sem á vel heima innan gæsalappa þar sem ég þekkti aðeins tvær þeirra þ.e. Guðrúnu Gunnars og Andreu Gylfa. Engin Sigga, ég veit. Þessi þáttur var bara upphitun fyrir seinni þáttinn þar sem meistari Eiki Hauks var mættur í lið með Bjartmari Guðlaugs og vorum við í þeirra klappliði. Hápunkturinn var þegar Eiki fattaði línu úr eigin lagi, bombunni "Gaggó Vest". Hann tók það með þvílíkum tilþrifum og geðveik stemmning í salnum. Shit hvað það verður skrýtið að sjá sjálfan sig dansandi og syngjandi í sjónvarpinu. Svo spjallaði Hemmi aðeins við okkur, áritaði diskinn minn og stillti sér upp á mynd. Snillingur.
Aðalfundur
Aðalfundur Naglanna var haldinn um daginn. Gríðarleg ölvun og stemmning í takt við það. Sumir misstu sig gjörsamlega og lögðust til hvílu út í bíl fyrir miðnætti og vöknuðu svo í óþekktu húsnæði. Aðrir skiluðu görnunum sínum á götuna og enn aðrir á gluggann á Pravda og var meinaður aðgangur í kjölfarið.
Einleikstónleikar
Gamli kallinn spilaði einleik með Sinfó á fimmtudaginn og var bekkurinn þokkalega vel setinn. Gekk virkilega vel og ekki laust við að maður fylltist þokkalegu stolti í forsetasætunum úti í sal. Myndin að neðan er reyndar ekki af pabba heldur e-um öðrum Duncan Campbell en ég lét hana samt fylgja.
... og meðan ég man. EKKI fara á "A hole in my heart". Sama hvað ykkur fannst Fucking Åmal og Lilja 4ever góðar þá er þetta hörmuleg mynd og hafði ekki nokkur áhrif á mig.
þar með er ég kominn í mánaðar bloggfrí nema Jeff Daniels fari að gera e-ð af sér á bókasafninu. Reyndar búinn að ræna sætinu mínu en ég mun endurheimta það.
Þessi færsla er tileinkuð Gústaf Halldóri Gústafssyni í þeirri von að hann hagi sér í commentakerfinu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim