sunnudagur, október 09, 2005

Miðjan kemur aftan að manni enn einu sinni og í þetta skiptið er ég klukkaður. Þetta er víst eitthvað sem á að koma bloggheiminum aftur af stað en hann hefur þótt vera að missa flugið undanfarið.

1. Ég á mjög erfitt með að taka skyndiákvarðanir og sérstaklega ef þær fela í sér peninga. Skoska blóðið sem ræður ferðinni þar hugsa ég.
2. Ég þarf að komast í fótbolta a.m.k. þriðja hvern dag.
3. Ég hef ekki getað borðað smjör síðan ég var svona 8 ára. Finnst það ógeðslegt og held mig frá því. Gat heldur ekki borðað rjóma en get látið mig hafa það núna ef magnið er innan velsæmis marka.
4. Hef verið í þrjósku-kók bindindi í fjögur ár núna og ekki drukkið gos í þrjú ár. Gos hefur þó farið inn fyrir mínar varir í formi blandaðra drykkja.
5. Eitthvað það leiðinlegasta sem ég geri er að vera inni á skemmtistað og dansa og þekkja ekki hvert lagið á fætur öðru. Techno og FM lög get ég hreinlega ekki hlustað á.

Annars er helst í fréttum að ég skellti mér á Tracy Chapman tónleikana um daginn og þeir voru massagóðir. Ótrúleg stemmning í salnum og virkilega sterkur leikur að henda sér á tónleikana. Er að leita uppi miða á Rolling Stones en þeir eru rugl dýrir. Vona að það reddist samt á endanum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim