Nú styttist óðum í hina sívinsælu hátíð Kanans Halloween. Af því tilefni skar ég út mitt fyrsta grasker í gær og ákvað að smella mynd af því á vefinn. Eins og sjá má er farið að hausta hér í Washington-ríki.
Gaman að segja frá því að einnig styttist nú óðum í fyrsta gestapistil Atla Björns Eggertssonar Levy eða Dr. A eins og Danirnir kalla hann. Að sögn mun hann ekki sleppa neinu í frásögn sinni enda þekktur fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum. Verða pistlarnir nefndir Hin hliðin og er mikils að vænta enda af nógu að taka.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim