fimmtudagur, október 20, 2005

Jæja, gott fólk. Þetta er tíminn.

Það kom til mín maður fyrir stuttu og bað mig um innlegg í bloggsamfélagið hans. Ég er nú ekki sú týpa sem læt bíða eftir mér og því er maður nú hér berjandi think-padinn með látum.

Vil nú byrja á að þakka Tuma fyrir að hafa gert grein fyrir þessum 40 og eitthvað dögum sem liðnir eru síðan hjólbarðar þotu NorthWest Airlines snertu bandaríska grund. Um borð, jú, sendiherrar Íslands, komnir til að sinna hávísindalegum og leynilegum verkefnum.

Tækifærið að skrifa gestapistil ætla ég að nota til að slá fram þrennunni (e. hattrick). Þrennan að þessu sinni eru þrír mestu áhrifavaldarnir so far.

1. Fjólublái gaurinn. Ekki veit ég hvað sá snillingur heitir en hann veitti mér einn lengsta hlátur sem ég hef átt lengi og eru Sorority-stelpnabrandarar innifaldir í þeim samanburði.

2. Eric Smiley. Nettur náungi. Grúppía sem býr í miðbæ Seattle. Fór til Íslands bara til að elta Sigur Rós, spurði fólk sem hann hitti út á götu hvar þeir héngu aðallega og hékk á Sirkus í einhverja daga. Verðum að telja honum það til tekna að hann fann þá að lokum og er með símanúmerið hjá Orra. Vel gert. Þegar strákurinn datt inn í klippingu hjá honum var hann með myndashow af öllum minni böndum Íslands. Öngvu að síður sagði Eric Bros mér nokkra Sorority-brandara. Læt einn fylgja neðst.

3. Prófdómarinn í bílprófinu. Já, það eru ekki allir sem fá að falla á bílprófinu en frúin hikaði ekki við að fella sendiherrana báða í einni tæklingu. Veit hún ekki hver ég er? Það fer um mann sæluhrollur þegar maður hugsar um litla kækinn hennar. Maður hefur nú séð allnokkra um ævina en það er skylda að staldra aðeins við hér og fara yfir þennan. Yfirleitt á þetta sér stað þegar hún hafði spurt eitthvað varðandi stefnuljósin eða annað gáfulegt og tómarúm myndaðist í 2 sekúndur sem er u.þ.b. tíminn sem tók hana að fara í gegnum æfingarnar. Þær lýsa sér þannig að tvö augu á stærð við undirskálar stara á þig í gegnum einhverja massívustu flöskubotna sem maður verður vitni að á tveimur mannsævum. Það eitt fær gyllinæðarstautinn til að titra, en hún lætur ekki þar við sitja. Næst er að lyfta efri vörinni duglega upp (á þessum tímapunkti hugsar maður um hvort ekki væri sniðugt að splæsa á hana ársskammti af Teeth-whitening-therapy) og í einni hendingu að sveifla hökunni frá hægri til vinstri. Svo mæli ég með nokkrum endurtekningum til að spila vel á taugar próftaka.


Listinn er ekki lengri að sinni.

Ef einhverjir kunna ráð við andvöku þá tek ég við þeim meðan ég er ekki sofandi.

Yfir og út
SeAttli

p.s.

Do you know the difference between a sorority girl and a brick?



A: The brick doesn't follow you around after it gets laid.