fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Kolby heilsar frá Seattle hressari en nokkru sinni fyrr. Ýmislegt hefur á dagana drifið síðan við skildum síðast. Kappinn hefur farið í leikhús, spilað soccer, tekið próf, boðið heim í kvöldverð, farið á danssýningu og svo auðvitað tónleikar. Auk þess hefur verið bókað flugfar heim á klakann og lítur allt út fyrir 3 letivikur í vesturbæjarkuldanum.



Já, skellti mér með Maríu Fransescu í leikhúsið og við sáum söngleikinn "Little Women". Hef lengi ætlað að lesa þá bók eins og gildir reyndar um svo margar bækur (já, Anna Frank er enn á listanum Atli) en aldrei komist til þess. Eina sem ég vissi var í rauninni það sem Joey komst að í Friends honum til mikilla vonbrigða, Beth deyr. Þetta var Broadway sýning, þ.e. flokkur frá Broadway að setja upp hér í Seattle, og var sýningin eftir því þó aðsóknin hafi nú ekki verið gríðarleg. Langar samt töluvert mikið á "Mamma mia" sem verður sett upp hér í bæ í desember enda sæmir ekki ABBA aðdáanda að missa af þeirri sýningu.

Við Levy buðum svo Dan og Alan, "our host family" í mat um daginn. Annar Dani og kærastan hans voru líka mætt ásamt Lance sem var þeirra host þegar þau komu fyrst til Seattle. Var nautakjöt á borðstólunum ásamt meðlæti. Maturinn heppnaðist vel og kvöldið var virkilega skemmtilegt. Þeir komu færandi hendi með blóm og rauðvín og svo sendu þeir okkur kort í dag og þökkuðu fyrir frábært kvöld. Miklir snillingar þar á ferðinni.

Frá vinstri: Jens, Levy, Dan og Alan. Levy klikkar ekki á pósunni.

Það hefur loðað við mann að maður sé duglegur að sækja tónleika og því kemur það kannski ekki á óvart að slíkir voru sóttir um daginn. Var stórsveitin "The Dandy Warhols" að hefja tónleikaferðalag sitt með tónleikum á "The Showbox" sem er sögulegur klúbbur í miðbænum þar sem margt bandið hefur komið fram. Tónleikarnir voru hinir ágætustu og náðu hámarki þegar slagarar á borð við "Get off", "Bohemian like you" og "Boys better" hljómuðu. Inn á milli var svo söngvarinn bara í e-u tómu rugli að væla e-ð en honum verður að fyrirgefast það.


Tvö próf voru á dagskrá í vikunni, á mánudag og miðvikudag. Töluvert lært fyrir hvorutveggja auk þess sem mikið hefur nú verið lært þess utan á daily bases. Gekk annað sæmilega en hitt mun betur en sá árangur skýrist að miklu af því að prófið var gagnapróf þar sem 80% af prófinu var eins og prófið frá 2003. Þetta próf höfðu nokkrir nemendur að mér meðtöldum undir höndum í prófinu. Það var því frekar skrýtin stemmning að vera með laus að prófinu í vinstri og prófið í hægri. Reyndar kann ég góð skil á efninu í þessum kúrs þ.a. það er ekki eins og lausnirnar hafi verið e-r latína sem ég copy-paste-aði en það var svo sannarlega ekki slæmt að geta litið á lausnina öðru hvoru.

Fór á danssýningu í miðbænum um daginn sem var reyndar frekar leiðinleg. Húsnæðið minnti mig á listaháskólann þar sem maður hefur stöku sinnum hlustað á systur spila á fiðluna sína. Allt gott um það svo sem að segja en tónlistin sem fólkið var með þegar það dansaði frumsömdu "modern" dansana sína var e-r sú leiðinlegasta sem ég hef heyrt. Þetta lið þarf alltaf að vera svo "arti-farti" (svo ég hætti mér út á hálan ís). Hvernig væri að velja flotta tónlist við dansana sína, e-ð sem fólk hefur gaman af að hlusta. Og ekki vera að flækja e-um ljóðum inn í þetta sem er algjört bull. Þessi ferð fer í reynslubankann. Hápunktur ferðarinnar var þegar við gengum framhjá styttunni af Jimi Hendrix þar sem auðvitað þurfti að taka mynd.