fimmtudagur, apríl 06, 2006

Kallinn heilsar heltanaður frá SeaTac flugvellinum í Seattle. Hérna hef ég setið síðustu þrjá tímana og verð hér a.m.k. einn í viðbót. Förinni er heitið til Denver á Fulbright ráðstefnu þar sem verða samankomnir Fulbright nördar eins og ég frá öllum krókum Bandaríkjanna og hópurinn eflaust alþjóðlegur. Ólíklegt að nokkur eigi þó nokkuð í Tan-Tuma þegar kemur að taninu.

Fjölskyldan er komin og farin. Kvintettinn hans pabba gerði stormandi lukku á þeim þremur tónleikum sem þeir héldu. Geisladiskar seldust upp og í heildina um 800 manns sem lögðu leið sína á tónleikana. Hélt svo með fríðum hópi til Whistler um síðustu helgi. Þar var skíðað baki brotnu í tvo daga og ég var orðinn helvíti liðtækur seinni daginn. Við Geiri lögðum leið okkar á toppinn og skíðuðum niður lengstu braut N-Ameríku. Datt ég aðeins einu sinni á þessari þrautargöngu minni sem telst vera magnaður árangur. Aðrir í för voru frú Mary Frances, Baldvin og Gunnhildur, Atli og Ásdís auk föðurbróður míns Niall og konu hans Jane. Gistum í fínasta bústað og létum fara vel um okkur.

Úr fótboltaheiminum er það að frétta að Sporting FC, liðið okkar Atla, sigraði í efstu deildinni í GSSL (greater seattle soccer league). Enduðum í öðru sæti í riðlinum og unnum svo 3-1 í undanúrslitum og úrslitaleikinn 1-0 eftir mikla baráttu. Heima á klakanum var Fame að vinna Íslandsmótið innanhúss þ.a. úrslitin eru eins og þau eiga að vera.

Síðast en ekki síst hafa Saxe bræður fjárfest í glæsikerru. Um er að ræða Ford Focus af 2001 árganginum. Rennur kerran sérstaklega mjúklega eftir strætum Seattle og ekki ólíklegt að rennireiðin fái að sjá fleiri hluta Bandaríkjanna eftir því sem á sumarið líður.



Geiri fann til hungurs í Portland og fór á fjóra eins og sá sem skyldi leifarnar eftir fyrir hann.


Æfingaferð okkar Geira og Hiro til Snoqualmie.


Familían fyrir utan glersafnið í Tacoma

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim