sunnudagur, maí 21, 2006

Seattle Sounders heitir knattspyrnulið Seattle borgar og mættu þeir Toronto Lynx í deildinni í gær, en þetta er víst næst efsta deild á eftir MLS. Leikið var á hinum stórglæsilega Qwest Field þar sem Sjó-Haukarnir hans Paul Allen spila. Sounders sigruðu 2-0 í þokkalegum leik en ég á mjög erfitt með að bera gæði knattspyrnunnar saman við íslensku deildina eða e-ð þvíumlíkt.

Hápunktur leiksins var reyndar áður en leikurinn hófst. Atli tók eftir krakka með hárkollu í íslensku fánalitunum. Að sjálfsögðu vatt ég mér upp að stráknum sem kannaðist ekkert við að vera með íslenska fánann á hausnum og hafði eflaust aldrei heyrt um Ísland. Hann hafði þó gaman af að stilla sér upp á mynd með þessum vitleysing.



Eins og sést á myndinni stendur lítill drengur með ekki síðra höfuðfat við hliðina á okkur og horfir öfundaraugum á myndefnið. Var þetta bróðir "Íslendingsins" og spurði sakleysislega eftir myndatökuna: "but what about me?". Af því tilefni var ekki lengi verið að stilla upp í ekki síðri mynd.


Framundan eru tvær brjálaðar vikur í skólanum, sérstaklega þar sem næsta helgi er tileinkuð tónlist og tan-vinnu enda þarf "Tan-Tumi" að standa undir nafni hvort sem hann dvelur í svörtustu Afríku eða á vesturströnd US of A. Tónlistarhátíðin "Sasquatch" er nefnilega framundan og ætlum við að skella okkur á laugardag og sunnudag. Beck, Queens of the Stone Age, Death Cab for Cutie, Sufjan Stevens, Arctic Monkeys, Architecture in Helsinki, Ben Harper og fleiri sjá um að trylla lýðinn. Hátíðin er á hinu svokallaða "Gorge", þrjá tíma austur af Seattle.
Venue-ið er eitt það besta í heimi fyrir tónleikahald að sögn heimafólks.