fimmtudagur, júní 29, 2006

Þá er annarri viku af níu í "administation and managment" kúrsinum lokið. Áhugaverður kúrs þar sem góðir kennarar fara yfir lykil hluti sem þurfa að vera til staðar til að byggja upp og reka fyrirtæki. "Legal issue, marketing, human resources, orginational behavior, finance, accounting, business strategy" o.fl er kennt þar sem við höfum sérhæfðan kennara í hverju fagi. Frá 8-13 mánudaga til fimmtudaga og kannski 2-3 tímar í heimavinnu á dag.

Við Mary Frances fórum í dagsferð um daginn og skoðuðum gröfina hjá Bruce Lee við Volunteer Park á Capitol Hill, kíktum á minnisvarða Jimi Hendrix í Renton og að lokum litum við á "Snoqualmie Falls" í klst fjarlægð í austur frá Seattle. Nokkrar vel valdar myndir. Vona að þú sért sáttur Gústi.


Bruce og Brandon, hlið við hlið.


Jimi Hendrix minnisvarðinn. Steinar allt í kringum um "hofið" fyrir Hendrix fjölskyldumeðlimi.


Flottur foss, flottari húfa, flottasta stelpa.

Annars stefnir allt í heimsókn til Íslands 18. ágúst í tvær vikur þ.a. vonandi nær maður eins og einum leik með Fame, kíkja upp í bústað og jafnvel sýna frúnni alvöru íslenska fossa.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim