laugardagur, september 16, 2006

Kominn heim til Seattle eftir gott frí í San Francisco með Mary Frances. Tókum okkur þrjá daga í að keyra niður Oregon ströndina til Californiu. Virkilega falleg leið og mun skemmtilegri en 13 tíma aksturinn tilbaka á I-5 í gær. Gistum aðra nóttina á móteli á ströndinni og þá seinni í "The Redwoods" sem er skógur nyrst í Californiu þar sem trén ná 100 m hæð.




Komum svo til San Francisco á sunnudagskvöldið og meistari Jónas tók vel á móti okkur í Berkeley. Hittum þar fyrir kærustuna hans Kat og herbergisfélagann Barruch. Gistum þar í fjórar nætur og áttum frábæran tíma. Jónas byrjaður í skólanum og meðfylgjandi stífum æfingum en við náðum samt góðu chilli saman inná milli.


Checkuðum á downtown San Fran fyrsta daginn þar sem sæljónin á Pier 39, sporvagninn og "Crookedest Street" stóðu upp úr. Við horfðum á sæljónin í óratíma því það var ótrúlega gaman að fylgjast með látunum í þeim þar sem þau voru að klifra á og hrinda hvoru öðru.




Chilluðum svo á Berkeley campusnum næsta dag og mæltum okkur mót við Stanford kempurnar Vic's og Big-T ásamt Bensa og Ófeigi daginn eftir. Röltum í Chinatown áður en við hittum þá félaga og skelltum okkur í tour um Alcatraz fangelsið. Það var magnaður túr og í framhaldi af því skelltum við okkur á Hooters og ítalskan pub.





Síðasta daginn skelltum við Mary Frances okkur svo með Vic's, Bensa og Ófeigi á Cadillacnum þeirra í vínsmökkunartúr þar sem við sóttum heim fjögur "Wineries" og fengum að bragða á alls kyns vínum. "Silver Oak", "Stryker", "Bella" og "Raymond Burr" voru víngarðarnir en Raymond Burr er einmitt leikarinn sem lék Perry Mason (þeir sem voru ekki með afruglara í gamla daga ættu að vita hver hann er). Emmy verðlaunin hans voru uppí hillu til að dást að meðan maður bragðaði á víninu.






Borðuðum svo kvöldmat með Uncle Ed, frænda Mary Frances, á Katy's Creek sem er veitingastaður í Walnut Creek rétt fyrir utan Oakland. Veitingastaðurinn er í eigu íslenskrar fjölskyldu og ég spjallaði töluvert við eigandann sem var sérstaklega hress.
Hittum svo J-naz á campus og kvöddum hann áður en við hittum veginn og brunuðum norður til Seattle á mettíma.

Svo er spurning hvort maður komi upp myndasíðu við tækifæri enda tekur endalausan tíma að loada þessum myndum inn í blogger og því frestast myndir frá Íslandi en um sinn.

PS: ef einhver á Barfly á mp3 þá væri ég þeim þakklátur ef hann gæti sent mér