Rúmu tveggja vikna fríi á Íslandi lokið og mættur í blíðuna í Seattle. Ferðin út var löng og ströng, 20 klst allt í allt, og ekki bætti úr skák að ég er búinn að næla mér í svaðalega flensu með kvefi, hausverk, beinverkjum og þessum venjulegu leiðindum. Gaurinn sem sat við hliðina á mér til Baltimore var líka svo feitur að ég gat bara hækkað og lækkað í sjónvarpinu þegar hann sat alveg uppréttur sem gerðist sjaldan þar sem hann svaf með fastara móti.

Takkarnir sem sjást þokkalega eru til að skipta um stöð en hinir tveir eru hvergi sjáanlegir.
Annars tókst mér að slíta streng á gítarnum hans Atla rétt áðan og því strax komið verkefni fyrir Tumann. Svo þarf auðvitað að kaupa e-ð inn og skipuleggja rúntinn til San Francisco sem verður vonandi hægt að leggja í á föstudaginn ef ég verð búinn að losa mig við þennan skít. Mikið að snillingum í San Francisco og ekki á hverjum degi sem nokkrir af manns nánustu dvelja í sömu borginni. Jónas verður að sjálfsögðu sóttur heim og svo eru Nielsen og Victor að mæta á laugardaginn þ.a. þetta lítur vel út.
Bæti fljótlega við e-um myndum úr heimsókninni á klakann en þarf að skreppa út í búð að kaupa gítarstreng.
Þakka öllum þeim snillingum sem ég hitti á klakanum fyrir að slá ekki slöku við í að vera sömu frábæru gaurarnir og dömurnar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim