Jæja, þá er loksins búið að velja í enska landsliðið og tími til kominn að fá kallið. Ekki laust við að skipulagning myndatöku hefði getað verið betri, allavegna rugl að setja stærsta og stirðasta leikmanninn í miðröðina enda er maður eins og fífl.
4-0 sigur á Svíþjóð og 2-0 sigur á Póllandi voru úrslit gærdagsins og í dag vannst sigur á Úkraínu 6-1 en Shevchenko var reyndar meiddur og munar um minna.
Næstu helgi er svo förinni heitið aftur í "The Gorge" þar sem Pearl Jam munu trylla lýðinn. Uppselt á tónleikana og gefið dæmi að þetta verður snilld með tjaldi, borgurum, bjór, frisbí og svo auðvitað tónleikarnir.
Að lokum var svakalegt djamm hjá fótboltaliðinu á föstudaginn og var viðverustaðurinn píanóbarinn "Chopstix". Skemmst frá því að segja að þessi bar var hannaður fyrir söngelska/falska gaura eins og mig sem kunna textana við slagarana þótt ég sé nú þess utan ekki sérlega fróður um tónlist. Myndir af liðsfélögum og frúm hér að neðan.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim