sunnudagur, júlí 16, 2006

Jæja, þá er loksins búið að velja í enska landsliðið og tími til kominn að fá kallið. Ekki laust við að skipulagning myndatöku hefði getað verið betri, allavegna rugl að setja stærsta og stirðasta leikmanninn í miðröðina enda er maður eins og fífl.
4-0 sigur á Svíþjóð og 2-0 sigur á Póllandi voru úrslit gærdagsins og í dag vannst sigur á Úkraínu 6-1 en Shevchenko var reyndar meiddur og munar um minna.


Næstu helgi er svo förinni heitið aftur í "The Gorge" þar sem Pearl Jam munu trylla lýðinn. Uppselt á tónleikana og gefið dæmi að þetta verður snilld með tjaldi, borgurum, bjór, frisbí og svo auðvitað tónleikarnir.


Að lokum var svakalegt djamm hjá fótboltaliðinu á föstudaginn og var viðverustaðurinn píanóbarinn "Chopstix". Skemmst frá því að segja að þessi bar var hannaður fyrir söngelska/falska gaura eins og mig sem kunna textana við slagarana þótt ég sé nú þess utan ekki sérlega fróður um tónlist. Myndir af liðsfélögum og frúm hér að neðan.

Þennan þarf ekki að kynna fyrir aðdáendum síðunnar.

John með sinni (innsk. fyrir Abel, hún heitir Coleen) og við Mary Frances í góðum fíling.

Todd og Kristina

Alex og Tina

Patrick og Ieva.

Jeremy og Seene sem við höngum hvað mest með.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim