föstudagur, september 29, 2006

Skelltum okkur á Starsailor á Crocodile Cafe á mánudaginn og það var líka þessi gargandi snilld. Fullt af Íslendingum og Sporting-urum og "Four to the floor", "Poor misguided fool", "Silence is easy" og fleiri slagarar héldu liðinu á tánum. Eftir tónleikana hitti ég svo nýjasta meðlim Starsailor, gítarleikarann Richard Warren sem spilar víst bara með Starsailor á tónleikum, auka gítar og vocals. Ekki ómerkari maður en Abelinn smellti þessari af okkur félögunum.


Annars er skólinn byrjaður og þetta gæti alveg orðið þokkalega busy önn. Sérstaklega ef ekki verður dregið úr tónleikaferðum og partýjum. Í kvöld er nefnilega förinni heitið á Paul Simon og svo er Íslendingum, ungum og öldnum, boðið á Saxe annað kvöld í bbq.


Svo er meistara Kenneth að sjálfsögðu óskað til hamingju með piparsveininn. Að neðan er mynd af því þegar Mary Frances hitti Borgarstjórann Kenneth og wanna-be Borgarstjórann Bolla. Ef glöggt er gáð sést að Bolli hefur hneppt frá tölu á skyrtu sinni af þessu tilefni.