sunnudagur, september 24, 2006

24. september rann upp í gær og engin smádagur. Kóngurinn mættur til Seattle og ef einhver áttar sig ekki á því hver það er þá ætti hann að lesa áfram. Já, Sir Elton John sjálfur hélt tónleika í Key Arena í gærkvöldi og að sjálfsögðu vorum við Atli mættir á svæðið. Ekki laust við annað að allavegna ég hafi lækkað meðalaldurinn töluvert og Arenan var vel pökkuð þegar Elton steig á svið. Tónleikaferðalagið er til að promota nýju plötuna hans "Captain and the Kid".


Skemmst frá því að segja að Elton stóðst væntingar mínar og vel það og tók í raun og veru öll þau lög sem ég hefði getað beðið um. Lagalistinn innihélt


Philadelphia Freedom

Bennie and the Jets

Your Song

Bitch is Back

Sorry seems to be the hardest word

Don't let the sun go down on me

Rocket Man

I guess that's why they call it the blues

I want love

Goodby yellow brick road

Saturday's night alright for fighting

Crokodile Rock

Believe

Tiny Dancer

Daniel

Someone saved my life tonight


Auk þessara slagara tók hann seríu af lögum af nýja disknum og sagði söguna á bak við þau. Þau hljómuðu bara mjög vel og ekki ólíklegt að ég fjárfesti í þessum disk. Þegar ég pæli í því er orðið ansi langt síðan ég fjárfesti í nokkrum geisladisk. Auðvitað er fullt af slögurum sem hann tók ekki en hann spilaði í rétt tæpa 3 tíma sem eru held ég lengstu tónleikar sem ég hef farið á þar sem aðeins einn listamaður hef verið að spila en ekki fann maður fyrir því.

Annars er ég að njóta síðustu frídagana áður en skólinn byrjar á miðvikudaginn. Er að leggja lokahönd á ferilskrá og "cover letter" svo ég geti hafið atvinnuleitina því ég þarf að tryggja mér vinnu í janúar sem fyrst svo öll pappírsvinnan geti farið fram.

Næstu tónleikar eru hins vegar annað kvöld á "Crocodile Cafe" þar sem Starsailor eru að spila og ef þeir verða e-ð eins og þeir voru á Nasa um árið erum við að tala um pottþétt kvöld. Fullt af vinum að fara sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim