mánudagur, október 30, 2006

Mikið að gera þessa dagana og leit að vinnu stendur yfir. Búinn að fara í eitt viðtal og fá eitt nei þ.a. ekki byrjar það vel. Tvö viðtöl í þessari viku og vonandi kemur eitthvað út úr því. Eftirspun eftir fólki í burðarþol er töluverð en hins vegar er kannski ekkert svo sniðugt fyrir verkfræðistofu að ráða útlending í vinnu sem getur bara verið í rúmt ár. Sjáum hvernig fer.

Mikið bögg í gangi þessa dagana vegna þess að myndavélin mín bilaði. Auðvitað þurfti ég að senda hana í viðgerð til Chicago og vonandi fer hún að skila sér. Stór ástæða þess að langt er um liðið síðan var skrifað hérna er myndaleysið. Finnst bara miklu skemmtilegra að geta sett in e-ar myndir.

Halloween er á þriðjudaginn og við kíktum í partý til Kára á laugardaginn. Hörkustuð og sem betur fer var Grétar með cameru þ.a. ég fékk eina mynd lánaða hjá honum. Fleiri myndir á síðunni hans fyrir áhugasama.


Annars kíkti Miðjan í heimsókn um síðustu helgi og hún var nýtt til fullnustu. Meðal annars var farið í golf, fótbolta, guided tour um Seattle og svo auðvitað út á lífið. Nánari lýsing og myndir á vinsælustu síðu alnetsins

Hef þetta ekki lengra að sinni og bið ykkur vel að lifa.