Þá er myndavélin loksins komin úr viðgerð frá Chicago. Auðvitað fór hún í götuna á föstudaginn en virðist hafa lifað það högg af en spurning um að reyna að passa aðeins betur uppá hana. Seinna midtermið mitt er á miðvikudaginn og því tilvalið að læra ekki og skrifa e-ð hérna í staðinn.
Þetta midterm er í "advanced concrete design" en hið fyrra var í "shear strength & slope stability". Það var líklega það léttasta sem ég hef tekið hérna úti og ég held að allir hafi skorað yfir 90 stig. Ekki bara var prófið létt heldur var hann ótrúlega rausnarlegur í einkunnagjöf. Hef á tilfinningunni að prófið á miðvikudaginn verði ekki alveg jafnlétt en samt óþarfi að vera að stressa sig e-ð.
Kúrekarnir Johnny B og Magnea í partýinu á Saxe um daginn
Nú er hafin 5-ta vikan í mín í yoga og pilates og gaman að segja frá því að maður er með 100% mætingu í pilates og 80% í yoga þar sem ég sleppti tveimur tímum þar sem ég þurfti að fara í atvinnuviðtal niðrí bæ um morguninn. Töluvert erfiðara að rífa sig upp kl 06 í yoga einmitt þegar hroturnar í Mary Frances og Atla eru að ná hámarki hérna á Saxe. Það er líka þvílík gella sem kennir pilates tímana þ.a. maður á auðvelt með að koma sér í þá kl 11.Ekkert að frétta af atvinnumálum og er það töluvert áhyggjuefni. Ein stofan sagðist ætla að gera mér tilboð en daginn sem ég átti að fá tilboð fékk ég póst þar sem ég var spurður hvað ég vildi í laun. Auðvitað bað ég um meira en ég vissi að ég myndi nokkurn tímann fá og þá segir gaurinn að forsetinn sé í fríi og komi í næstu viku og ræði þetta við hann. Nú er sú vika kominn, tveimur vikum eftir að ég átti að fá tilboðið, og ekki heyrði ég frá þeim í dag. Shit hvað það væri þægilegt að ganga frá þessu sem fyrst svo maður sé ekki alltaf að pæla í þessu.
Djamm á laugardaginn með félögum úr verkfræðinni. Skemmst frá því að segja að Atli hafði það ekki í leikinn morguninn eftir sem við unnum 7-1. Sem betur fer gat hann vorkennt sjálfum sér í lazy-boynum í staðinn og horft á karakterslaust lið Liverpool setja hann upp á bak á móti Arsenal. Sniðugt hjá Benitez að hafa Gerrard á kantinum og Zenden á miðjunni. Það segir sig sjálft.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim