Gleðilegt ár tryggu lesendur þessarar virkustu síðu alnetsins. Allt búið að vera á fullu í Seattle og hérna eru fréttir af því helsta.
Vörðum aðfangadegi og Jóladegi hjá fjölskyldu Mary Frances í Tacoma. Þar var að sjálfsögðu gott í matinn og hellingur af pökkum. Mjög gestrisið fólk á ferðinni og ég var ekki skilinn út undan þegar kom að því að fá í sokkinn sem var vel merktur mér.
Við Mary Frances kíktum með Johnny B og Magneu á Hnotubrjótinn sem er sýndur af Pacific Northwest Balletnum hér í Seattle. Þetta er hefðbundinn partur af jólahátíðinni hjá fullt af fólki og sýningar allan desember mánuð og oftar en ekki tvisvar á dag. Fyrsti ballettinn sem ég fer á og örugglega sá þægilegasti fyrir "rookie" ballet aðdáanda að fara á enda tónlistin alveg frábær.
Svo var komið að Whistler en þangað héldum 11 Íslendingar og Kanar í 5 daga til að skíða, bretta (ef það er sögn) og skemmta sér. Vorum í sama skála og við leigðum síðast og frábærlega heppnuð ferð. Myndin er tekinn morguninn eftir fyrra djammið en það var einmitt dagurinn sem Atli hafði það ekki á skíði.
Ég hélt mig við snjóbrettið og varð betri og betri með hverri ferðinni. Þetta er eitthvað sem ég get alveg hugsað mér að stunda þokkalega reglulega. Við Bart og Jeremy vorum þeir einu sem höfðum það síðasta daginn eftir djammið en við tókum reyndar pásu daginn á undan.
Áramótunum var svo fagnað í kampavíni og ópal, snjókarlar voru byggðir, tæklaðir og misnotaðir, dansað og sungið og hreinlega ein bestu áramót sem undirritaður man eftir.
Eftir Whistler ferðina var svo farið í að pakka niður í kassa og flytja. Fengum aðstoð hjá fullt af topp fólki og flutningurinn hafðist á mettíma. Hérna er gengið eftir að allt dótið var komið inn í nýju íbúðina. Þar erum við tveir í augnablikinu meðan Atli tæklar ritgerðina sína en svo verð ég þarna aleinn og yfirgefinn. Ekki ólíklegt að Mary Frances veiti mér félagsskap endrum og eins.
Við Abel, Ingimar og Jeff skelltum okkur svo á Seahawks-Cowboys í úrslitakeppni NFL. Löngu uppselt en "craigslist-Tumi" náði samt að redda miðum á face value fyrir okkur félagana. Úr varð þessi þvílíki leikur þar sem úrslitin réðust á hrikalegum mistökum hjá Cowboys í restina þegar bjartsýnustu menn voru búnir að gefa upp alla von. Sigurhátíðin var svo haldin á 88 keys fram á rauða. Frír bjór fyrir þann sem getur fundið Ingjaldsfíflið á myndinni að ofan.
Svo er ég byrjaður í vinnunni og búinn að mæta tvo daga. Tekið vel á móti mér og mér líst nokkuð vel á þetta og hugsa að ég mæti jafnvel í næstu viku líka. Svo er það "Sonics-Jazz" í Key Arena annað kvöld með MF, Grétari og Ernu.
Að lokum er þetta útsýnið sem maður hefur þegar maður labbar um götur nýja hverfisins núna en "12th man" vísar til tólfta mannsins eða stuðningsmannana hjá Seattle Seahawks sem eiga leik við Chicago Bears á sunnudaginn.
3 Ummæli:
"monorail.. what's it called? Monorail... say it again.. monorail"
Hehe góður þessi með Ingjaldsfíflið! ...en mér fannst leiðin á snjóbrettaferlinum mínum líka bara liggja upp á við þar til ég rassbrotnaði næstum því í einni ferðinni og ákvað þá að leggja brettaskóna á hilluna í bili.
zzzzz2018.7.28
pandora jewelry
issey miyake
ugg boots on sale 70% off
converse trainers
off white clothing
polo ralph lauren outlet
coach outlet
off white outlet
christian louboutin shoes
nike air jordan
Skrifa ummæli
<< Heim