laugardagur, febrúar 17, 2007

Tjillað í stofunni á laugardagskvöldi áður en haldið verður í keilu á Capitol Hill með nokkrum vitleysingum. Rólegur dagur á enda sem samanstóð af smáþynnku, körfubolta í flottu veðri í nágrenninu og ísbíltúr. Svo var bókað flug og hótel í Vegas eftir tvær vikur þar sem við Kári og Miðjan alræmda munum gera allt vitlaust í þrjá daga og jafnmargar nætur. Flýg eftir vinnu á föstudegi og tek frí á mánudeginum. Gistum á Flamingo hótelinu sem er á miðju strippinu og verið er að fínpússa dagskránna.


Nóg að gera í vinnunni og með puttana í 4 verkefnum sem stendur, öll ólík og lærdómsrík. Kynnist fólkinu betur og betur og farinn að geta ruglað aðeins í sumum þarna. Sporting FC er eina taplausa liðið í deildinni eftir 6 leiki og lauk síðasta leik með 3-3 jafntefli þar sem Íslendingar sáu um mörkin fyrir Sporting. Leikur í fyrramálið í göngufjarlægð í Seattle Center og vonandi að veðrið verði líkt og það var í dag en ekki grenjandi rigning og vindur eins og það er þegar þetta er skrifað.


Annars kynntist ég þáttunum "Curb you enthusiasm" með Larry David í dag sem voru bara nokkuð fyndnir þótt maður verði mjög pirraður á köflum þegar hann klúðrar hverjum hlutnum á fætur öðrum. En maður er vanur því eftir að hafa horft á Extras að undanförnu.

Að lokum er ég mikið að pæla í að kaupa loksins Digital Piano enda farinn að sakna þess að geta ekki spilað endrum og eins. Ef einhver hefur ráðleggingar, góða reynslu eða slæma væri það vel þegið en annars er eina vitið að halda áfram að prófa þessi hljóðfæri og velja stykki sem maður kann vel við.

1 Ummæli:

Þann 7:46 e.h. , Blogger Sí-Atli sagði...

Hvar liggja ellimörkin hjá Tuma?

Og það sem mikilvægara er kannski, hvar liggja þau hjá Imut?

 

Skrifa ummæli

<< Heim