miðvikudagur, mars 21, 2007

Ýmislegt gerðist á annars venjulegum vinnudegi í dag. Vaknaði klukkutíma fyrr en venjulega og kvaddi Abelinn sem er haldinn heim á leið í hlýjuna hjá Ásdísi. Söknuður af roomy og maður verður einhvern tíma að átta sig á þessu. Samt ágætt að þurfa bara að hugsa um sjálfan sig núna en ekki þurfa alltaf að passa uppá litla.



Datt í hádegismat með félaga af annarri verkfræðistofu downtown og á leiðinni úr og í mat átti ég viðskipti við sitthvora stúlkuna. Á leiðinni í mat kom 5 ára patti og gaf mér blóm sem ég þáði og gaf svo myndarlegri stelpu nokkrum mínútum síðar. Sú varð eitt sólskinsbros. Eftir matinn rölti ég í sólinni áleiðis á skrifstofuna þegar "Greenpeace" liði kom brosandi til mín og byrjaði að kynna samtökin. Venjulega hefði maður rölt áfram og glott út í annað en í þetta skiptið var veðrið svo gott og maður svo hress að maður ákvað að spjalla aðeins við dömuna. Auðvitað barst talið að hvölum og hún átti ekki orð þegar ég sagðist hafa borðað hvalakjöt og það hefðu líklega flestir Íslendingar sem ég þekki líka. Á endanum varð hún hálftjúlluð bara og spurði hvað ég væri að eyða tímanum hennar en ég benti henni vinsamlegast á þá staðreynd að hún hefði "approached me" og bað hana að eiga góðan dag.


Eftir vinnu skrapp ég í klippingu og á leiðinni þangað mætti ég tveimur holdmiklum svörtum tjellingum sem tjilluðu upp við vegg og reyndi önnur að slæma höndinni í mig og ná athygli minni þegar ég rölti framhjá. Eitthvað muldraði hún "hey hottie" eða e-ð álíka og eru þetta mín fyrstu kynni af vændiskonum hér í Seattle.

Að lokum gaman að segja frá því að Sporting varð GSSL meistari um síðustu helgi. Unnum Magic 2-0 í undanúrslitum á laugardeginum og svo ABLE 1-0 í úrslitum daginn eftir.

5 Ummæli:

Þann 11:49 e.h. , Blogger Gunnhildur sagði...

Af myndinni að dæma var greinilega kominn tími á klippinguna...

 
Þann 10:09 e.h. , Blogger �ttar sagði...

Tumi, þó svo konan hafi verið svört þá þarf hún ekkert að vera vændiskona. Það er óþarfi að vera með svona fordóma!!

Óttar

 
Þann 6:09 e.h. , Blogger Tumi sagði...

Klárlega löngu kominn tími á klippingu. Góður Óttar!

 
Þann 7:26 f.h. , Blogger abelinn sagði...

Góð liðsmynd.
Alltaf leiðinlegt þegar fólk tekur sér leyfi samt til að stelast inn á svona myndir. Þetta er líklega bara einhver saklaus sem vill vera partur af meistaraliði! Skiljanlegt..

 
Þann 7:27 f.h. , Blogger abelinn sagði...

Hélstu að maður tæki ekki eftir að búningur Sporting er svolítið frábrugðinn United?

 

Skrifa ummæli

<< Heim