föstudagur, janúar 30, 2004

Já, England-Ísland í Manchester Arena, síðasti leikur Englendinga fyrir Portúgal. Auðvitað erum við Kenneth = búnir að ákveða að fara. Væri drullugaman að skella sér eina helgi í góðra vina hópi.
Kappinn fór bara í blóðgjöf í dag. Gríðarleg stemmning, ekki síst í kaffistofunni eftir gjöf þar sem skúffukakan var tekin og jörðuð. Svo bara frí í Vatnafræði og við héldum áfram að rústa greiningu þ.a. þetta hefur verið ljómandi dagur.
Í gær tók maður bara HR pakkann á þetta og skellti sér í Burger og bowling í hádeginu. Jú jú, HR garparnir Bjössi og Hjalti tóku HÍ aumingjann undir arma sína og upp í Öskjuhlíð. Hjallinn rúllaði þessu upp með 144 stig en ég tók 134. Bjössinn tók hins vegar 99 stig en hann var einmitt "joint-topleader" á Fame Open. Hann er bara í handboltapakkanum, eitt gott mót fyrir eitt slæmt mót.
Afmæli hjá Guggu í kvöld. Spurning hvort Margrét nokkur Muller mæti á svæðið ?

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Mér fannst gaman að heyra í Alfreð Gíslasyni í fréttum á stöð 2 áðan. Alfreð sagði að sjálfur hefði hann valið Patrek og Dag í stað Arnórs og Loga sem hann taldi ekki vera tilbúna. Einnig væri fáránlegt hvað spekingar á Íslandi hefðu haft litla trú á öðrum liðum í riðlinum og vakti athygli á því að handbolti í Austur-Evrópu væri ekki í sama standard og 1986. Hann hefur lög að mæla og hvet ég alla handboltaáhugamenn til að horfa á Olís Sport í kvöld og heyra allt viðtalið. Ég sé auðvitað ekki viðtalið því ég er ekki með Sýn. ARG. Fínt að fá e-ð annað í umræðuna en "Geir Sveinsson sem landsliðsþjálfara" frasann.
Getur e-r annars sagt mér hvað Valdimar Grímsson sagði í Íslands í bítið sem gerði hann að "Manni dagsins" í dag í Fréttablaðinu?

Nei nei, bara sofið yfir sig. Feginn núna því að mér sýnist vera ógeðslega kalt úti + vindur þ.a. það er fínt að halda sig bara inni, a.m.k. fyrri part dagsins. E-ð 7,5% verkefni í tölulegri greiningu á dagsskrá-þvílík stemming, þvílík heppni.
Við strákarnir í umbygg erum með höfuðið í bleyti til að finna skemmtiatriði fyrir árshátíðina. Ef e-r snillingur þarna úti (Gústi!) lumar á góðum hugmyndum má hann endilega hafa samband.
Gaman að sjá Danina rústa Svíunum í gærkvöldi. Sænska veldið er bara á hraðri niðurleið. Íslenska stórveldið hins vegar...

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Snilldarfrétt framan á Fréttablaðinu. E-r farþegi varð þess vís að strætóbílstjórinn væri að drekka áfengi í vinnunni. Hringdi á lögguna sem stoppaði vitlausan strætó nema hvað að sá bílstjóri var líka búinn að fá sér neðan í því áður en hann lagði af stað.
Sá úr Golden Globe athöfninni í gær. Hvað er að sumu fólki? Al Pacino hélt verstu ræðu ever en Bill Murray sló á létta strengi. Fólk má ekki taka þetta svona alvarlega. Hvað þá fara að grenja þegar það er að fá svona verðlaun í 3-4 skiptið!

mánudagur, janúar 26, 2004

Þorri og Höski í Víking hafa frá skemmtilegum atvikum að segja á fotbolti.net:

Þorri: Fyrir nokkrum árum síðan lékum við Víkingar við HK að vori. Staðan var 0-0 og skammt til leiksloka. Sigurður Sighvatsson, betur þekktur undir nafninu Siggi Sækó býr sig undir að taka innkast á móts við eigin vítateig. Stefán Arnarsson stóð milli stanga okkar og kallar á botann enda gapandi frír. Siggi bregst skjótt við og kastar til Stebba en gerði sér ekki alveg grein fyrir kastgetu sinni og boltinn fer yfir Stebba í markinu og dettur dauður niður á markteig. Þar hafði sóknarmaður þeirra HK-inga séð í hvað stemmdi, hljóp til og hugðist þruma knettinum með látum í autt markið og tryggja sigurinn en skaut hátt yfir markið.

Höski: Ég verð að vísa í sama atvik og Sigursteinn Gíslason gerði í viðtalinu við hann. Það var í hálfleik í leik Vals og KR 2001 og við vorum að tapa. Pétur Pétursson var búinn að hundskamma okkur fyrir lélega frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Svo tók David Winnie við og ætlaði heldur betur að þruma yfir okkur og sparkaði í takkaskó sem var á gólfinu og þaut skórinn beint í klofið á Pétri, sem slasaðist sem betur fer ekki illa. Við áttum hins vegar erfitt með að springa ekki úr hlátri.

Gaman að þessu. Spurning frá hverju maður segir þegar maður þarf sjálfur að sýna hina hliðina?

sunnudagur, janúar 25, 2004

Svona á að gera það. Ef e-r fjölmiðill talar um að við höfum verið óheppnir að komast ekki áfram skal ég sjá til þess að sá fréttaritari taki pennann sinn og troði honum upp í ...
Ömurlegt að fylgjast með þessu. Ok, þeir reyndu en er það ekki nokkuð sjálfsagt. Ég held bara að liðið sé hægasta handboltalið í heimi. Spiluð framliggjandi vörn allan tímann en samt sem áður hreyfa skytturnar sig varla svo ég tali ekki um eyrna-Einar. Mig langar til að gráta en þar sem ég er orðinn stór strákur þá ætla ég að sleppa því.

Tölfræði Fréttablaðsins says it all: Dagur með 9 skottilraunir en ekkert mark.

Þá er bara einn leikur eftir í riðlinum og bara spurning um að bjarga andlitinu. Þótt við vinnum í dag eigum við ekkert í Þýskarana og Frakkana þótt við gætum vel unnið Júgóslavana. Það myndi bara ekki gefa okkur neitt. Eigum við ekki að segja að við vinnum leikinn í dag með 5 mörkum. Tilvaldar breytingar á byrjunarliðinu væru að Reynir byrjaði fyrir Gumma og Ásgeir fyrir Einar Örn. Svo væri gaman að sjá Róbert Gunnars e-ð. Fínt að leyfa þessum að spreyta sig e-ð. Láta Dag og Patta bara hvíla því ef þeir eru búnir núna eiga þeir ekkert í Aþenu. Já, það styttist í ól í Aþenu. Djöfull er maður spenntur. Slakur.

laugardagur, janúar 24, 2004

Hresstist aðeins í gær og ákvað að mæta til Eggerts eftir allt saman. Frábær matur og fínn félagsskapur. Svo voru bara kossar og æla og læti, ekki hjá mér samt.
Annars hef ég ákveðið að veita "fuglahræðuverðlaunin" í fyrsta skipti. Það er enginn annar en staðasti náunginn á hnettinum, Einar Örn Jónsson, sem hlýtur þau. Til hamingju Einar!

föstudagur, janúar 23, 2004

Af hverju tekur Guðmundur ekki eyrna Einar Örn Jónsson útaf og setur Gylfa eða Ásgeir inná. Þetta er ekki hægt. Það kemur EKKERT út úr horninu

Nú er hálfleikur og ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir spána mína, þ.e. Ísland tapar með 1-2 mörkum. Garcia búinn að standa sig frábærlega eins og Óli og Guðjón Valur. Vonandi að Reynir hrökkvi í gang og ég held að eina vonin til að við vinnum þennan leik er að Reynir verji lágmark 10 skot í seinni. Ef Einar setur Gumma í markið er þetta búið. Vonum það besta því ef þessi leikur tapast getum við gleymt þessu móti.
Later

Algjört þunglyndi. Þessar síðustu 20min í gær voru hrein hörmung. Tvær fyrstu brottvísanirnar af þessum þremur voru fyrir ótrúlega litlar sakir en Patrekur var gjörsamlega í ruglinu eins og svo oft áður þegar hann togaði í Slóvenann. Patrekur fékk að vísu aðeins dæmdann á sig einn ruðning og ein skref í leiknum sem er örugglega hans "personal best". Kokteilsósan var að gera þvílíka hluti í fyrri hálfleik en í seinni hefði mátt henda Reyni inná. Annars finnst mér vanta algjörlega í alla umfjöllun hvað hægra hornið var slappt. Einar Örn leysti einu sinni inn á línuna í öllum leiknum og var dauðafrír á línunni en það var í blálokin og þá var þetta tapað. Liðið átti samt nokkrar frábærar sóknir þannig að þetta var ekki alslæmt. En á meðan enginn gerir neitt í vinstri skyttunni getum við gleymt þessu. Liðið á eftir að spila miklu betur í dag en tapar samt með 1-2 mörkum.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Þá eru 3 og 1/2 tími í leik og spennan er rafmögnuð. Við litli maðurinn, Bjöddninn og Hjallinn munum mynda gríðarlega stemmningu. Kominn tími til að spá. Ísland vinnur 29-24 þar sem Guðjón Valur skorar 10 mörk og Kokteilsósan á stórleik í markinu. Reynir kemur einu sinni inná og ver vítakast. Djíses hvað maður er spenntur.
Svo bara vísó á morgun þar sem horft verður á leikinn með öl í hönd og þaðan beint í ólgandi gleði hjá meistara Le Gert.

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Kom við í 10-11 á heimleiðinni af fundinum áðan-abmjólk sko, engin óhollusta. Anyway, hvað er málið með birtuna í 10-11. Þegar maður kemur þangað inn þá er það eins og þegar maður fer á bíó á sumrin. Kemur út og sér ekki neitt. Aðeins að slaka á í uberbirtunni. Svo lenti ég í röð við kassann og ég er 3. og svona 2 fyrir aftan mig. Afgreiðslustelpan þurfti að skreppa að athuga verð á e-u. Þá kemur e-r gaur og opnar annan kassa og um leið kemur e-r og skellir sér beint í röðina og svo fylgja honum þeir sem voru fyrir aftan mig. Auðvitað gera þetta ógeðslega margir en mér finnst að þar sem það er komin röð eigi auðvitað að halda henni. Síðan var það stelpan sem var með fýlusvip heimsins á sér og með tyggjó í þokkabót.

Annars vita margir að ég er af frekar klassísku heimili hvað varðar tónlist. Ég hlusta 99% á rokk/popp og tilheyri ekki fjölskyldunni að því leyti þótt ég kúppli og bremsi auðvitað sjálfur af og til. Þetta er auðvitað bestu skinn en það sem þau leyfa sér.
"California Dreamin" með The Mamas and the Papas: "Svakalega er þetta falskt flautuspil" og svo fóru þau öll að hlæja af því þetta var svo rosalega "falskt".
Svo er það söngelska systir mín sem hefur látið þau orð falla þegar bæði Hera og John Lennon, JÁ JOHN LENNON, "heyrirðu hvað þetta er falskt" !!!!!
Það þarf varla að taka fram að ég snappaði á Lennon commentinu.

Gaman þegar maður kemur heim úr skólanum kl 18 og þarf að mæta á fund kl 20 annað kvöldið í röð. Eins gott að Bráðavaktin verði tekin upp.
EM á morgun. Ég hlakka svo til!!

Strákar á aldrinum 15-19 drekka tæpan 1L af gosi á dag skv. nýjustu fréttum. Einu sinni tilheyrði undirritaður þessum hópi.
Í september 2000 skoraði Atli nokkur Ísleifsson á undirritaðan að sleppa því að drekka kók í 1 mánuð. Var heitið 2000kr á mig ef mér tækist það. Sá mánuður varð að ári og frá september 2002 hef ég ekki drukkið neitt gos yfir höfuð. Og ég var sá sem hélt Vífilfelli og Egils gangandi. Þeir eru fyrst nú að jafna sig eftir algjört fall í sölu hausið 2001.

Hrós dagsins fær Atli fyrir 1.flokks veitingar á Stjórnarfundi Tennisdeildarinnar í gær. Þær voru borðaðar upp til agna. Þakka einnig Le Gert hans framlag.

mánudagur, janúar 19, 2004

News bulletin. FC FAME hefur verið skráð í Bikarkeppni KSÍ. Reyndar þurfum við að spila undir nafni UMFH, Ungmennafélag Hrunamannahreppar, en það er nú bara stemmning. Við eigum nú bústað í Hreppnum þ.a. ég er practically ættaður þaðan. Orð götunnar er að FC FAME (UMFH) mæti Frömurum í 16 liða úrslitum þar sem úrslitin ráðast í vítaspyrnukeppni þegar Daði nokkur Guðmundsson stígur á boltann, au Bibercic!

There's a party going on right here! Síðasta einkunnin að detta inn og gaman að enda á svona bombu. Hélt kannski að Midjan væri að taka ultimate hefndina á þetta en svo fékkst það staðfest. Fullur tugur í greiningu 3. Núna erum við að dansa!!!

Torfi og félagar í 6.bekk míns gamla beloved skóla, Landakotsskóla, eru þessa stundina í leikfimi á túninu að byggja heljarinnar snjóhús. Vá hvað ég væri til í að geyma jöfnu Parsevals í smá tíma og hella mér í snjóhúsagerð.

laugardagur, janúar 17, 2004

NEI NEI. Hef komist að því að sjaldan er maður í jafngóðu skrifstuði og þegar maður kemur heim af djamminu. Þetta var auðvitað partý ársins þar sem helstu hetjurnar voru samankomnar hjá TogÁ á HJÓNAgörðunum. Snilldar veitingar og frábært fólk. Svo bara með söngelskari bæjarferðum ársins. Og núna syngjum við (og erum að dansa):

Uppi í risinu sérðu lítið ljós
heit hjörtu fölnuð rós
Matarleifar, bogin skeið
undan oddinum samviskan sveið
Þau trúðu á drauma myrkrið svalt
draumarnir tilbáðu þau
Fingurnir gældu við stálið kalt
lífsvökvann dælan saug
Draumarnir langir runnu í eitt
dofin þau fylgdu með
sprautan varð lífið með henni gátu breytt
því sem átti eftir að ske
Uppi í risinu lágu og ófu sinn vef
óttann þræddu upp á þráð
ekkert gat skeð því það var ekkert ef
ef vel var að gáð

Og syngjum saman:
Hittust á laun léku í friði og ró
í skugganum sat Talía
Hvítir hestar drógu vagninn með Rómeó
við hlið hans sat Júlía
Trúðu á drauma myrkrið svalt
draumarnir tilbáðu þau
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía

Þegar kaldir vindar haustsins blása
naprir um göturnar
sérðu Júlíu standa og bjóða sig hása
í von um líf í æðarnar

Því Rómeó villtist inn á annað svið
hans hlutverk gekk ekki þar
of stór skammtur stytti þá bið
inni á klósetti á óþekktum bar

Hittust á laun léku í friði og ró
í skugganum sat Talía
Hvítir hestar drógu vagninn með Rómeó
við hlið hans sat Júlía
Trúðu á drauma myrkrið svalt
draumarnir tilbáðu þau
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía

Og þar með er röddin búin og tími til að halda til rekkju. Spurning um að smella L á þetta en kallinn hefur tekið þá ákvörðun að hætta að stafa svona eins til tveggja atkvæða orð á netinu. Gaman að því hvað maður er hreint töluvert hressari núna en á sama tíma í gærnótt

Ótrúlegt hvernig dagurinn getur farið í ekki neitt. Ekki ólíklegt að sama verði uppá teningnum á morgun enda partý ársins framundan hjá Tryggva og Ásu. En fyrst verður bökuð eins og eitt stykki pizza.

Til hamingju Atli með Irwin.

föstudagur, janúar 16, 2004

Uppi í risinu sérðu lítið ljós ... NEI djöfulsins kjaftæði. Já, hann er hundfúll. Af hverju getur fólk ekki bara einfaldlega sagt NEI, stafað N E I eða JÁ stafað J Á. Bara snapp í gangi. Taki það til sín sem vilja. Þeir sem ekki skilja geta ósköp einfaldlega hringt og fengið hlutina á hreint.
Annars bara sorry Kenny fyrir buffið, þú hefur nú verið buffaður meir en þetta, hlýtur að vera.
Já, later Buff
pps: hitti Kolbein meistara á Hvebbanum áðan, hvað er hann hress

Snilldar sigru hjá Íslandi í gær. Reynir náttúrulega kóngurinn enda Víkingur í húð og hár. Gaman að sjá hvernig mun fara gegn Svíunum í kvöld. Ég spái þriggja marka tapi. Nokkuð ljóst úr því sem komið er að Gylfi Gylfa og Björgvin munu detta út ef Dagur og Fúsi verða heilir.
Nú styttist óðum í fyrstu vísindaferð ársins. Einingarverksmiðjan er staðurinn og þar verður víst dúndrandi stemmning. Svo verður væntanlega glápt e-s staðar á Idol. Ótrúleg spenna. Ég get varla setið kyrr ég er svo spenntur, er hreinlega að springa. En hvað næstu föstudagskvöld verða öll innantóm þegar það verður ekket idol. Neh, segi nú bara svona.
Lítur út fyrir að þetta verði fyrsta tvöfalda helgi ársins en væntanlega ekki sú síðasta. Gemmér L gemmér A ... Gemmér LATER!!

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Við Tryggvi tókum bara kæruleysið á þetta og skelltum okkur í Laugar. Byrjaði ekki vel því við villtumst á e-m göngum í kjallaranum en vorum ekki lengi að ná okkur. Ég þetta er í 3 eða 4 skiptið á ævinni sem ég fer í svona líkamsræktarstöð að "lyfta" enda ekki mesti massinn. Enginn Höskuldur allavegna. Tókum góðan sprett á hlaupabrettinu þar sem ég tók "Tjarnarhringinn" á 10min. Var tæpur á tíma þ.a. ég hækkaði hraðann undir lokin og fór í "hámarkshraða" þ.a. tækið byrjaði að hægja á sér aftur. Fróðir menna segja að þetta sé í fyrsta skipti á Íslandi sem nokkur maður hefur sprengt hraðaskalann á hlaupabrettinu. Kristján Ara labbaði framhjá þegar ég var að hlaupa og það olli næstum stórslysi. Hvað er ferð í ræktina án viðkomu á Pizza Hut-hlaðborði á bakaleiðinni? Hvað er Pizza-Hut án þess að taka blundinn þegar maður kemur heim? Hvað er lagning nema upphitun fyrir æfingu hjá FC FAME á eftir?
Annars er Saha ekkert á leiðinni til United. Hann ætlar samt í læknisskoðun hjá United. Pottþétt e-r geðveikt flott gella sem sér um læknisskoðunina hjá United... eða geðveikt flottur gaur. Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Gaman að því að Daði er farinn að setj'ann fyrir Tranmere. Ég hafði alltaf trú á stráknum og loksins er draumurinn hans frá því hann var smástrákur orðinn að veruleika. Gaman líka að hann mun samt koma heim næsta sumar til að spila með Fram gegn Fame í 16-liða úrslitum bikarsins.
Saha kominn til United. Það er alveg pottþétt held ég þótt félögin séu að neita þessu. Á örugglega bara eftir að ganga frá e-m formsatriðum. Árni Gautur hins vegar varla á leiðinni til City fyrst David James er kominn þangað. Fínt ef hann myndi bara fylla skarðið hjá West Ham í staðinn.
Einu sinni voru Boðorðin 10 öðruvísi. Þá var víst 10. boðorðið "Þú skalt ekki tilbiðja líkneski" eða e-ð í þá áttina. En svo ákváðu e-r kaþólikkar, sem eru í svo góðu bandi við guðinn, að breyta þessu. Strokuðu þetta boðorð út og bjuggu til tvö úr einu. Það eru boðorðin "Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns" og "Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þræl og ambátt, hvorki uxa né asna né þokkuð það sem náunginn á". Maður sér fyrir sér þrumur og eldingar þegar hendur guðs rétta Móse steininn sem boðorðin voru rituð á en kaþólikkarnir ákváðu að það hlyti bara að vera e-ð mis. Svo er þetta náttúrulega það sem allir eiga að gera. Krjúpa fyrir altarinu, kyssa tærnar á Pésa Postula etc. Gaman að þessu
Annars finnst mér "Sweet Child of mine" bara of gott lag.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Stóð mig þvílíkt vel í skólanum í dag, sofnaði bara tvisvar. Annars er alveg skuggalega hvasst og kalt úti og er vonandi að Siggi Stormur fari að kippa þessu í liðinn. Kuldinn stöðvaði samt ekki Fame-ara sem hlupu Víkingshringinn í kvöld. Svo var stórskemmtilegur stjórnarfundur hjá Tennisdeildinni. Svo byrjaði ballið. Efnt hafði verið til einvígis; Ég, Atli og Eggert gegn Karen, Kristínu og Völu í hverju, jú leik litla mannsins keilu. Skemmst frá því að segja að við strákarnir höfðum að lokum sigur eftir þvílíka baráttu og réðust úrslitin í blálokin. Eggert tryggði sigurinn með 7-10 split, the hardest shot in bowling. Það er þegar tvær keilur eru í sitthvoru horninu. Hann setti þær báðar niður og tryggði sigurinn.
Annars heyri ég að úrslitin í Idol séu handan við hornið. Hver vinnur? Anna Katrín, Kalli eða Jón ? Mér gæti hreinlega ekki verið meira sama. Sá reyndar töluvert af síðasta þætti og þessi Anna Katrín söng skelfilega og hefði átt að detta út. Þórólfur hlakkar svo til að hann er ekki viðræðuhæfur þessa dagana.
Kíkti á nýju íbúðina þeirra Tryggva og Ásu í dag. Glæsilegasta íbúð og eins stutt frá skólanum og mögulegt er. Ekkert nema snilld. Nokkuð ljóst var stemmningin verður á meðan á EM stendur.

mánudagur, janúar 12, 2004

Búinn að skila fyrstu heimadæmunum þ.a. þetta er allt farið af stað aftur. Arctanx+Arccotx=PI/2, who would have thought?
Við Kenny B skelltum okkur á landsleikinn í gær og sáum vægast sagt stórkostlegan fyrri hálfleik. 18-6 í hálfleik og hreinlega allt gekk upp. Róbert Gunnars var frábær og reyndar Gunnar Berg líka, sérstaklega í vörninni. Reynir varði vel og hann virðist vera ótrúlega traustur, ekki svona upp og niður eins og Birkir Ívar. Þeir fjórir sem ég spáði að myndu detta úr hópnum gerðu það og skuldar Óttar mér því hamborgar, höfum það bacon á Style-num!
Til að gera stutta sögu stutta duttum við út í 8-liða úrslitum fyrir TLC sem vann svo mótið. Fengum á okkur mark úr miðjunni, HAFFI!, og þá var þetta mjög erfitt.
Ég var of mikið með Atla um helgina og nenni ekki að skrifa það sama og hann.
Annars finnst mér bara magnað að Andy O'Brien komst á forsíðu moggans.

laugardagur, janúar 10, 2004

Á ekki orð yfir hvað landsliðið var skelfilegt í gær. Óli var slakasti maðurinn á vellinum í gær og ég trúði varla mínum eigin augum. Kannski ágætt að fá smá brotlendingu en samt, þetta var Sviss. Vonandi að þeir standi sig á eftir.
Jæja, við lentum í 2.sæti í riðlinum áðan, við as in við í Fame, og keppum í úrslitum á morgun. Tvö partý annað kvöldið í röð og spurning hvort maður verði rólegur aftur eða hrynji bara í það. Whatever will be will be.

föstudagur, janúar 09, 2004

Við Gunni og Kenneth kíktum í Lindina áðan og fjárfesti ég m.a. í gæðamyndunum "Leigubílstjórinn" og "Arabíu Lárus" á mynddisk. Þessi ferð okkar væri ekki frásögur færandi nema hvað að þegar við sitjum í bílnum á heimleiðina hvíslar Gunni grunsamlegri löggu:"strákar, þetta er löggubíll. Þeir eru að fara að ná í e-n" og benti á sakleysislegan hvítan bíl með hund í skottinu (ég er ekki bílakall og hef ekki Guðmund hvaða tegund þetta var) sem keyrði á undan okkur. "Ég sá þetta í fréttunum. Nú er e-ð að gerast" bætti hann við. Þegar við svo keyrðum framhjá bílnum litum við á lögguna og viti menn. Þar sat svona 300kg sextug kona með sígó í annarri og virtist ekki líkleg til afreka innan lögreglunnar. Við Kenneth gjörsamlega dóum úr hlátri og Gunni tók eplið á þetta.
Samf.aflfræðieinkunn dottinn inn og var það solid 8. Deildin saknar Malone greinilega því í þeim þremur prófum sem við höfum tekið hefur enginn fengið 10. Kannski ættum við að skella skuldinni frekar á Dollý.
Annars er það helst að frétta að ég er ógeðslega þreyttur og lagningin framundan. L

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Sofnaði 22:30 og hef verið gríðarlega hress í dag. Ætla alltaf að fara að sofa snemma í framtíðinni. Líka um helgar. Þetta hef ég reyndar hugsað í hvert einasta skipti sem ég hef vaknað við vekjaraklukku en nú skal ég standa við það. Hmm, yes.
Svakalega er gaman að byrja í skólanum aftur. Þetta virðast ætla að verða geðveikt skemmtilegur vetur námslega eða þannig. Töluleg greining, Vatnafræði, Landmælingar, Greining 4 og Reiknileg aflfræði. Tveir síðustu verða allavegna hörmulegir. Keypti allar bækurnar nýjar í dag og var kostnaðurinn litlar 32000 kr. Aldrei borgað svona mikið fyrir bækur. Hef hingað til getað reddað meirihlutan ódýrt eða lánað en ekki í þetta skiptið.
Frábær úrslit í gær. Ekki á hverjum degi sem maður fagnar sigri Poolaranna. Svo bara Fame æfing á eftir enda ÍSLANDSMÓTIÐ INNANHÚSS um helgina. Þá er eins gott að vera í góðu fjöri og vera ekki í neinu rugli um helgina.
Fékk mail frá Lukas áðan. Bara -26°C hiti í Prag. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera í svona kulda. Ljómandi að vera hérna í hitabeltinu við frostmarkið.
Annars er löngu tímabært að ég skelli málefnalegasta bloggara landsins, Gunnari Páli Baldvinssyn,i í tenglasafnið hér til hliðar.

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Gat ekki sofnað í gær en varð var við e-r grunsamlega hljóð fyrir utan húsið um 4 leytið. Nei, engar áhyggjur. Bara verið að bera út fréttablaðið. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri borið út svona snemma. En þá fattaði ég það. Maður sér á hverjum degi þvílíkar auglýsingar um ómönnuð hverfi fréttablaðsins. Á meðan ekki tekst að fylla í stöðurnar er Gunnar Smári örugglega sjálfur á náttfötunum að berjast við að koma öllum blöðunum til allra á höfuðborgarsvæðinu. Hann stendur sig alveg ótrúlega vel en samt flopp að kaupa DV því það er enn lélegra enn áður. Líka asnalegt að tvö af þremur dagblöðum landsmanna séu í eigu sömu aðila.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Jæja, þá eru tæpir 8 tímar í að skólinn hefjist á nýjan leik. Landmælinga- og upplýsingafræði í fyrsta tíma í stofu 261 í VR2. Ég get hreinlega ekki biðið. Síðan tekur við Vatnafræði og að þeim loknum bruna ég í Tónó í píanótíma. Reyndar verða hinir tímarnir vonandi í styttri kantinum svo ég þarf ekki að bruna. Helst er annars að frétta að ég er hálfslappur. Gat ekki sofnað í gær og svaf þess vegna til 15 í dag með smá vökupásu þegar Breiðfjörð hringdi. Svo var bara tekið skokk í hálkunni með Fame niðrí Fossvogi og voru 8 mættir sem var framar björtustu vonum. Fínt veður en alltof hált.
Svo horfðum við Bjöddninn á Nóa Albinóa og er sú mynd alveg frábær. Ótrúlega sorglegt í lokin samt þegar allir sem hann þekkti og kunni vel við höfðu dáið í snjóflóðinu. HA, þar hafiði það.
Annars finnst mér Hrekkur guðs hafa hlotið fremur lítil viðbrögð það sem af er en vona að það standi til bóta því þetta er náttúrulega hrein og tær SCHNILLD.

mánudagur, janúar 05, 2004

Gleymdi einu. Smellið á Ingvar og farið í Hrekkur guðs. E-r heyrði kannski tvíhöfða lesa þetta upp e-n tímann. Allavegna tjekkið á þessu. Þið sjáið ekki eftir því.

Ég hlakka svo til. Skólinn rétt handan við hornið. Það væri hægt að breyta laginu hennar Svölu í skólalag sem allir krakkar myndu syngja þegar þeir væru að byrja aftur í skólanum. Það eina sem þyrfti að gerast væri að setja "skólinn" þar stendur "jólin", e.g. "og aldrei kemur skólinn".
Við Steini slógum í gegn hjá Atlanum í gær. Tókum "Go broke" með léttum leik og lékum svo við hvurn okkar fingur í trivialinu hans Atla sem þrátt fyrir að kunna flestar spurningarnar utan að átti ekki möguleika. Le Gert reyndi hvað hann gat en litli Valsarinn kom upp í Atlanum sem kom í veg fyrir að þeir ættu möguleika.
Ætla að búa til smá 2003-review:

Besta mynd: Lilja 4ever
Besti cd: Absolution
Besta djamm: Eyjar
Skemmtilegast: Utd 2-1 Sunderland
Bestu tónleikar: Muse
Maður ársins: Hermann Hreiðarsson
Kona ársins: Sigga Beinteins
Quote ársins: "Azerbajdan, er það land?" Martin
Fífl ársins: Bush
Flopp ársins: Kárahnjúkar

Ég veit að þetta eru allt algjörlega common svör enda svar í hverjum lið svo augljóst að það hefði varla tekið því að gera þennan lista en hérna hafið þið þetta í hverju falli.

laugardagur, janúar 03, 2004

Gleymdi að minnast á að ég tapaði öllum mögulegum spilum á spilakvöldi hjá Mörtu í gær. Það var ekki vegna þess að ég væri lélegur eða illa upplagður heldur aðeins og aðeins vegna þess að Atli var ótrúlega góður. Ég tek ofan fyrir þér Atli, ofan fyrir þér en vona að þrátt fyrir ótrúlega færni þína í spilum muni ást okkar standa í blóma um ókomin ár.

Ég gerðist ekki svo frægur að horfa á opinberun Hannesar á Nýársdag. Ég skoðaði hins vegar gagnrýnina í mogganum daginn eftir og fékk hún fína dóma, þrjár af fjórum. Svo heyrir maður á öllum að þessi mynd hafi verið hrein hörmung og enginn skilur neitt í þessum gagnrýnanda. Mundi skjóta á að ég hefði heyrt álit 15 manns á myndinni og öllum fannst léleg. Reyndar fjölskylduboð á eftir og þá kemur í ljós hvort e-r sé á öndverðum meiði. Spurning hvort fólk hafi orðið fyrir svo miklum vonbrigðum því það hélt að myndin fjallaði um Hannes Hólmstein og litla stráka frá Brasilíu. Nei, bara segi svona.
Svo er myndin komin í bíó núna og mér skilst á Malone að það sé til þess að myndin fái bæði styrk sem sjónvarps- og kvikmynd.
Og í öðrum fréttum er það helst að ég var í þessum töluðu orðum að tefla skák ævi minnar á Instantchess!

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Ótrúlega skemmtileg áramót. Drullugaman heima og svo þvílíkt partý á hressó. Allar hetjur bæjarins mættar þar á meðal Óli Stef ásamt Stefan Kretschmar. Þvílíkar kempur. Óli viðurkenndi eins og ég hef alltaf haldið fram að hann hefði meira gaman af því að línumaður skoraði eftir sendingu frá honum en að hann skoraði sjálfur. Ég komst reyndar varla að því hann átti ekki orð yfir hvað bindið mitt var töff. Að hugsa sér að Atli sagði mér tvisvar að fara ekki með þetta "lame" bindi á djammið. Allavegna geðveikt gaman.
Var að horfa á best of 70min áðan. Ég gat varla horft á eitt atrið, þegar Auddi spyr hvort fólk hafi "verið tekið í rass" etc. Of fyndið. Vatnsgusan og þegar Hjalti Úrsus mætir til að klæða Sveppa úr er líka of fyndið. Þar sem ég er ekki með Popp tíví var ég að sjá þetta allt í fyrsta skipti.