föstudagur, janúar 30, 2004

Já, England-Ísland í Manchester Arena, síðasti leikur Englendinga fyrir Portúgal. Auðvitað erum við Kenneth = búnir að ákveða að fara. Væri drullugaman að skella sér eina helgi í góðra vina hópi.
Kappinn fór bara í blóðgjöf í dag. Gríðarleg stemmning, ekki síst í kaffistofunni eftir gjöf þar sem skúffukakan var tekin og jörðuð. Svo bara frí í Vatnafræði og við héldum áfram að rústa greiningu þ.a. þetta hefur verið ljómandi dagur.
Í gær tók maður bara HR pakkann á þetta og skellti sér í Burger og bowling í hádeginu. Jú jú, HR garparnir Bjössi og Hjalti tóku HÍ aumingjann undir arma sína og upp í Öskjuhlíð. Hjallinn rúllaði þessu upp með 144 stig en ég tók 134. Bjössinn tók hins vegar 99 stig en hann var einmitt "joint-topleader" á Fame Open. Hann er bara í handboltapakkanum, eitt gott mót fyrir eitt slæmt mót.
Afmæli hjá Guggu í kvöld. Spurning hvort Margrét nokkur Muller mæti á svæðið ?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim