Þorri og Höski í Víking hafa frá skemmtilegum atvikum að segja á fotbolti.net:
Þorri: Fyrir nokkrum árum síðan lékum við Víkingar við HK að vori. Staðan var 0-0 og skammt til leiksloka. Sigurður Sighvatsson, betur þekktur undir nafninu Siggi Sækó býr sig undir að taka innkast á móts við eigin vítateig. Stefán Arnarsson stóð milli stanga okkar og kallar á botann enda gapandi frír. Siggi bregst skjótt við og kastar til Stebba en gerði sér ekki alveg grein fyrir kastgetu sinni og boltinn fer yfir Stebba í markinu og dettur dauður niður á markteig. Þar hafði sóknarmaður þeirra HK-inga séð í hvað stemmdi, hljóp til og hugðist þruma knettinum með látum í autt markið og tryggja sigurinn en skaut hátt yfir markið.
Höski: Ég verð að vísa í sama atvik og Sigursteinn Gíslason gerði í viðtalinu við hann. Það var í hálfleik í leik Vals og KR 2001 og við vorum að tapa. Pétur Pétursson var búinn að hundskamma okkur fyrir lélega frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Svo tók David Winnie við og ætlaði heldur betur að þruma yfir okkur og sparkaði í takkaskó sem var á gólfinu og þaut skórinn beint í klofið á Pétri, sem slasaðist sem betur fer ekki illa. Við áttum hins vegar erfitt með að springa ekki úr hlátri.
Gaman að þessu. Spurning frá hverju maður segir þegar maður þarf sjálfur að sýna hina hliðina?
1 Ummæli:
zzzzz2018.7.28
ralph lauren outlet
kate spade outlet
red bottom
christian louboutin shoes
christian louboutin sale
mulberry uk
pandora
nike shoes for men
nhl jerseys wholesale
canada goose jackets
Skrifa ummæli
<< Heim