Algjört þunglyndi. Þessar síðustu 20min í gær voru hrein hörmung. Tvær fyrstu brottvísanirnar af þessum þremur voru fyrir ótrúlega litlar sakir en Patrekur var gjörsamlega í ruglinu eins og svo oft áður þegar hann togaði í Slóvenann. Patrekur fékk að vísu aðeins dæmdann á sig einn ruðning og ein skref í leiknum sem er örugglega hans "personal best". Kokteilsósan var að gera þvílíka hluti í fyrri hálfleik en í seinni hefði mátt henda Reyni inná. Annars finnst mér vanta algjörlega í alla umfjöllun hvað hægra hornið var slappt. Einar Örn leysti einu sinni inn á línuna í öllum leiknum og var dauðafrír á línunni en það var í blálokin og þá var þetta tapað. Liðið átti samt nokkrar frábærar sóknir þannig að þetta var ekki alslæmt. En á meðan enginn gerir neitt í vinstri skyttunni getum við gleymt þessu. Liðið á eftir að spila miklu betur í dag en tapar samt með 1-2 mörkum.
Classic
Beckham into Sheringham and Solskjaer has won it
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim