mánudagur, maí 31, 2004

Þriggja daga helgi vel nýtt. Bara ein þynnka, tvisvar í fótbolta, þrjár gæðaspólur og 18 holur af golfi. Eina spólanna var American Splendor sem var fín en ekki jafngóð og ég reiknaði með. Þetta er vandamálið þegar maður er geðveikt spenntur út af bíómynd. Þá stenst hún sjaldnast væntingar. Hefði betur farið á hana í bíó áður en fólk fór að lofa hana. Gekk ömurlega illa í golfi í dag. Þetta var reyndar fyrsta golfferð sumarsins en ég er samt kominn á þá skoðun að ég sé einfaldlega lélegur í golfi. Spurning um að einbeita sér að þeim íþróttum sem maður er þokkalegur í.
Hvet fólk til að tjekka á www.landsbankadeildin.com sem meistari Einar sér um. Lofar góðu.
Drífa auglýsir Stuðmenn í Hreddanum 12.júní. Væri snilld að fara á þetta ball í góðra vina hópi. Endilega koma þessu í umræðuna. Það á örugglega e-r snillingur bústað í grenndinni þar sem hægt væri að gista og grilla, þ.e. taka pakkann á þetta.
Ein pæling að lokum. Það kostar samfélög heimsins milljónir að halda gamalmennum á lífi á meðan fjöldi ungbarna lætur lífið sökum vatns- og hungurskorts. Er ekki málið að setja alheimsreglu þar sem allir eru teknir af lífi við ákveðinn aldur, t.d. 80 ára. Myndi spara helling af pening auk þess sem ég held að margir þeirra sem hafa náð 80 ára aldri myndu samþykkja þessa tillögu án umhugsunar. Bara pæling.

laugardagur, maí 29, 2004

Þá er búið að dæma okkur ósigur í leiknum gegn Hamri þ.a. bikarævintýrið er officially úti þetta árið. Gaman samt að umræðunni sem skapaðist út af þessu t.d. hjá Valtý Birni á Skonrokk, í Mogganum og í Olíssporti. Ekki á hverjum degi sem FC FAME kemst í fréttirnar.
MR-ingar útskrifuðu stúdenta í gær og var ég gestur í tveimur stúdentsveislum, hjá Drífu og Palla. Svo var grillveisla hjá Línuhönnun í Laxnesi áður en var haldið í pakkaðan bæinn. Hverfisbarinn var staðurinn og fastagestir staðarins, ÍR liðið í handboltanum, mættir stundvíslega. Endalaust auðvitað af stúdentum í bænum og verður eflaust líka í kvöld. Later.

þriðjudagur, maí 25, 2004

PIXIES á morgun. Ég get ekki beðið. Missi reyndar af upphitunarpartýinu hjá Miðjunni þar sem ég fer á morgun upp í Hvalfjörð að aðstoða við cobra boranir fyrir möstur Sultartangalínu. Þokkalega spennandi. Svo verður bara brunað í bæinn og beint á tónleika ársins. Algjör snilld.
Leiðindi dagsins er að FAME dettur líklega út úr bikarkeppni KSÍ þar sem einn varamaður sem kom inn á 8 mínútum fyrir leiks lok spilaði með Stjörnunni 1995 og félagsskipti hans fóru í klúður. Hnakkarnir að austan ákváðu að kæra leikinn og því líklegast að við dettum út. Sorglegt.

sunnudagur, maí 23, 2004

Við M-ið tókum The Magdalaine Sisters í kvöld. Þetta er ein af þessum myndum þar sem maður verður svo reiður yfir óréttlæti sem aðrir verða fyrir. Samskonar myndir eru t.d. In the name of the father, Schindlers List og Lilja 4ever. Þessar myndir höfðu ótrúlega mikil áhrif á mig og það gerði þessi líka. Óhætt að mæla með henni.
Svo vann FC FAME fyrsta leikinn í deildinni í kvöld 4-1 þ.a. þetta byrjar þokkalega hjá okkur í ár.

Jæja, fyrsti leikurínn í utandeildinni í dag á móti Rögnunni. Þetta er Celeb lið deildarinnar og skipað ekki ómerkari mönnum en Loga Bergmann í marki, Rúnari Frey, Gísla Marteini og Sigga Kára sem reyndar á kannski erfitt með að mæta í leikinn sökum anna á þingi. Ef hann hins vegar mætir þá verður hann straujaður.
Við Atli elduðum dýrindis spaghetti á föstudaginn áður en við skelltum okkur á leikinn. Allt í einu vorum við Atli og Drífa farin að ræða um Siggu Beinteins og ég minntist á að hún ætti stærðar hund. Þá bætti Drífa við að Linda P. ætti líka "killer" hunda. Atli kom þá með bombuna og sagði frá því að Elín Hirst ætti huge hund. Hvað er málið, Sigga B., Linda P. og ELÍN HIRST! Við gjörsamlega sprungum úr hlátri.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Jæja, þá fer fyrstu vinnuviku sumarsins að ljúka. Hún hefur reyndar verið í styttri kantinum, frí í dag og ég fékk að fara fyrr á þriðjudaginn til að komast á Flúðir í tæka tíð. Þessi vinnustaður er hins vegar helber snilld. Frábært andrúmsloft og fólk ótrúlega hjálplegt. Svo er félagslífið virkilega virkt. Í gær voru tónleikar þar sem ýmsir starfsmenn fyrirtækisins tróðu upp, píanó- og gítarspil, söngur og að lokum hópsöngur þar sem Þjóðsöngur Línuhönnunar, Maísstjarnan, var sungin. Svo í næstu viku verður hestaferð og er ég virkilega að íhuga að skella mér.
Annars erum við Breiðnefurinn og M-ið á leiðinni á KK-Eivör tónleikana í Stúdentakjallaranum, þar sem staðurinn er stemmningin.

miðvikudagur, maí 19, 2004

"Kolbeinn Tumi Daðason er nafn sem verður lengi í minnum haft í Hrunamannahreppi. Þessi ungi drengur, betur þekktur sem Tumi, skoraði fyrsta mark Hrunamanna í meistaraflokki er hann leiddi lið sitt, UMFH, til sigurs á liði Hamars frá Hveragerði"

"Þegar fyrri hálfleikur var u.þ.b. hálfnaður tók Tuminn sig hins vegar til og skoraði fyrsta mark leiksins með gullfallegri hjólhestaspyrnu. Það eru ekki allir sem geta sagt hafa skorað með hjólara í bikarkeppni KSÍ"

Bíddu, hvað er þetta? Eitthvað grín eða... ?
Nei, langt í frá. Stórkostlegur dagur í gær þegar FC FAME (Hrunamenn) slógu Hreim og félaga í Hamri út úr bikarkeppni KSÍ á heimavelli sínum á Flúðum. Komnir í 2.umferð þar sem við mætum Ægi frá Þorlákshöfn. Stórkostlegt að spila þennan leik með liðsfélögum þar sem allir börðust fyrir hvern annan út í eitt.

Yfirburðarþakkir fá snillingarnir Atli og Martin fyrir að leggja land undir fót til að styðja við bakið á okkur og verða vitni að e-u sem verður ALDREI endurtekið!!!

sunnudagur, maí 16, 2004

Heljarinnar prófloka/eurovision djamm á Gauknum í gær. Gríðargóð mæting og "Ú Ú Úkraína" stóð sig með glans. Íslenska lagið floppaði náttúrulega alveg en það skitpir ekki máli. Þakka samt löndunum sem gáfu okkur "charity" stigin 16.
Fram-Víkingur í laugardalnum áðan. Skelfileg útreið 3-0 auk þess sem Viktor var rekinn út af seint í leiknum. En það verður varla verra og skyldusigur á móti KA á föstudaginn. Hins vegar er stórleikur ársins á þriðjudaginn og hefur 16 manna hópur verið valinn í leikinn gegn Hamar á Flúðum.
Svo er bara mæting í vinnu í fyrramálið. Búinn að "rífa" mig upp fyrir 9 síðustu tvær vikurnar til að lesa undir próf og svo um leið og prófin eru búin þá er það bara á fætur kl 7. Ég þakka nú bara fyrir frídaginn í dag.
LATER

föstudagur, maí 14, 2004

Þá eru 15 tímar þar til önninni verður lokið. Reiknileg aflfræði á boðstólnum og það verður algjör snilld að koma út úr prófinu á morgun hvernig sem gengur. Í lestri mínum hef ég skemmt mér við það að reikna út hvað ég þarf að fá mörg stig af 100 til að fá hinar og þessar einkunnir því þetta er 50% próf. Jú niðurstöðurnar eru þessar:
56 stig gefa 8 í einkunn
76 stig gefa 9 í einkunn
96 stig gefa, skiptir ekki máli því ég á ekki séns í 96 stig.
Fame vann sigur á FC KIDDA + FAME-B í Fífunni í kvöld 10-0. Vonandi forsmekkurinn að því sem koma skal. Rétt að vona að mér takist að sofna núna. Alltaf erfitt að sofna eftir fótbolta á kvöldin.
Annað kvöld: "Ég fæ mér einn og öskra MÖ"

fimmtudagur, maí 13, 2004

Jæja, eitt próf eftir og bókasafnið í VR hálftómt. Það er gott að því leyti að umgangur er minni og svoleiðis en hins vegar þýðir það að þessi fífl eru búin í prófum. Gaman að fara í síðasta prófið kl 13:30 á laugardaginn. Annars er komnar niðurstöður úr Greiningu IV þar sem kallinn fékk 8 og er meir'en lítið sáttur enda gekk það próf ekki sérstaklega vel.
Fórum niðrí Víking í gærkvöldi í girðingavinnu. Um leið og við stigum út úr bílnum byrjaði að rigna og svo varð skítkalt. Létum það ekki á okkur fá og vorum til 23 og tókum allan pakkann niður. Gæti ekki hugsað mér að vinna við þetta. Þess vegna ætla ég að verða gaurinn sem stjórnar þeim sem vinna við þetta.

mánudagur, maí 10, 2004

Bara komið nýtt viðmót hjá blogger, helvíti flott. Nú eru aðeins tvö próf eftir og er ég að lesa undir það leiðinlegasta í augnablikin, LUK. Maður getur svo sem sjálfum sér um kennt að hafa ekki lært e-ð í þessu í vetur en svo er það hin hliðin. Taka tvo hundleiðinlega daga í þetta í staðinn fyrir að gera alla daga annarinnar smá leiðinlega. Og svo, ef maður hefði lært þetta af krafti og kunnað e-ð í þessu þá væri þetta kannski ekki svona hundleiðinlegt. Hmm, ótrúlegar pælingar hér á ferð.

Íslandsmótið í fótbolta byrjar eftir rúma viku. Allir spá Víkingum falli í 1.deild og er það skiljanlegt. Eini möguleiki Víkinga að mér finnst er að byrja þetta vel og taka 6 stig úr fyrstu tveimur leikjunum gegn FRAM og KA sem eru tvímælalaust botnkandídatar eins og Víkingarnir. Smá áhyggjur samt að Víkingur verði í jafnteflisrugli en þeir gerðu fullt af jafnteflum í fyrra. Það verður bara að vona það besta.
Spurning hins vegar hverjir verði meistarar. Í raun koma 4 lið til greina, KR, FH, ÍA og Fylkir. Mér þykir líklegast að þrjú þessara verði í baráttunni en eitt floppi gjörsamlega og verði í botnbaráttunni í sumar ásamt hinum liðunum 6.
Skellum spá:

1.KR
2.ÍA
3.FH
4.Fylkir
5.Keflavík
6.ÍBV
7.Fram
8.Víkingur
9.Grindavík
10.KA

föstudagur, maí 07, 2004

Jæja, þá eru prófin meir en hálfnuð. Stærðfræðigreining 4 var á boðstólnum og bragðaðist ekki vel. Meira að segja dæmið sem átti undir öllum venjulegum kringumstöðum að koma manni í gang gerði einmitt hið gagnstæða. Smá sárabót að það gerðist hjá flestum. Næ þessu nú örugglega en nokkuð ljóst þetta verður engin 10 í safnið :)
Var að ná mér í Best of 70 min 2 á DC++. Þessir gaurar eru svo miklir snillingar að það nær engri átt. Auddi að vinna á Bensínstöðinni er með því betra sem ég hef séð.
"Djöfull er hann flottur. Hva, er þetta '87 árgerðin?" "Nei '99"
"Átti ég ekki að fylla hann á dísel? Ha, nú sagðirðu ekki dísel? Jæja eigum við ekki að setja dísel fyrst ég er byrjaður?"
og svo á dekkjaverkstæðinu
"þú hlýtur að vera giftur, þetta er svo kerlingalegur litur"

fimmtudagur, maí 06, 2004

Fyrri hálfleikurinn í gær var með því skemmtilegasta sem ég hef séð í fótbolta í langan tíma. Chelsea spilaði stórkostlegan fótbolta þar sem Eiður, Joe Cole og Lampard voru að gera frábæra hluti. Monaco er hins vegar þannig að í hvert skipti sem þeir fara í sókn þá fá þeir færi. Morientes er náttúrulega snillingur, fyrir ári sagði ég að Morientes gæti ekki neitt. Ótrúlega skemmtilegur fyrri hálfleikur en eftir að þeir jöfnuðu nenntu hvorki Chelsea leikmennirnir að spila leikinn né Chelsea stuðningsmennirnir að horfa á leikinn. Nokkuð ljóst að maður heldru með Monaco í úrslitaleiknum.
Annað prófið í gær í Tölulegri greiningu þar sem allir lentu í tímaþröng. Á morgun er það svo Greining 4. Djöfull hlakka ég til að vera búinn með það próf.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Jæja, fyrsta prófi lokið og engum að því ég best veit tókst að klára prófið. En nóg um væl. Dagurinn er tilnefndur einum manni og ótrúlegt en satt þá er sá maður ekki Tryggvi Sveinsson. Nei, dagurinn í dag er tilnefndur M-inu, Malone, DJ Sveittum eða Martin eins og hann vill vera kallaður. M-ið á er nefnilega kominn á 22. aldursár með deginum í dag og hvet ég alla til að árna honum hamingjuóska!
Hann lengi lifi, húrra húrra húrra húrra !!!

PS: Það skal tekið fram að ég hef endrum og sinnum gleymt afmælinu hans Martins

mánudagur, maí 03, 2004

Það hlaut að koma að því. Fame beið lægri hlut í gær gegn sterku liði TLC 3-1. Áttum fullt af færum sem ekki nýttust og því fór sem fór.
Nú er búið að semja við Hank Azaria, Harry Shearer, Dan og alla hina snillingana sem tala inn á Simpsons. 16 sería verður tekin upp í haust. Ég hef löngum talið mig vera einn harðasta áhugamann um Simpsons en staðreyndin er sú að ég hef séð skelfilega fáa þætti síðan þetta fluttist yfir á Stöð 2, sem var fyrir e-m 7-8 seríum. E-ð fékk maður lánað frá Torbergsen í MR. Svo virðast þeir ætla gefa út eina seríu á DVD á ári þ.a. þar sem ég kann svona fyrstu 7-8 seríurnar utan að fæ ég 9.seríu ekki fyrr en 2010.
Fyrsta próf á morgun, annað próf á hinn og þriðja prófið ekki á morgun, ekki hinn, ekki hinn heldur hinn. Gríðarleg stemmning hér. Þetta verður eins og að drekka vatn.

laugardagur, maí 01, 2004

Djöfull er gaman í VR. Nú sting ég af enda klukkan farin að ganga 23. Nú tekur við eðalstund af Friends, Simpsons, Family Guy eða e-um fjandanum.
Hrós dagsins fær Miðjan. Maðurinn er meistari pásanna og slær þar mönnum á borð við Guðjón Val, William Hung og Ljenzherranum ref fyrir rass. Maðurinn tekur pásur á við stórreykingamann. Matarpásur, símapásur, klósettpásur, nammipásur, tölvupásur, enski-boltinn-pásur og ég veit ekki hvað og hvað. Ætlaði að taka tímann á hvað liði langur tími á milli pása nema að þegar ég ætlaði að setja tímann í gang þá var hann horfinn.
Mæting 9 í fyrramálið.