fimmtudagur, desember 30, 2004

Árið er liðið og nýtt fer í hönd. Skelfilegasta hugsunin er auðvitað sú að hvað maður er að verða gamall. Smá huggun samt í því að smucks eins og Skermurinn, Tryggvi, Nielsen, Gábarinn, Gunnarg, Arnie, Jói, Víksi, Steini, Le Gert, Stebbi, Buffið, Gusto og síðast en ekki síst Breiðnefurinn eru aðeins, töluvert eða miklu eldri.
Þakka annars öllum snillingunum sem ég þekki frábærar stundir á árinu sem að verður að teljast snilldarár eins og flest þau á undan. Tók saman nokkur “ársins” sem má finna hér að neðan. Auðvitað gleymdi ég e-um bombum en það verður að hafa það.

Djamm ársins
Skógar, fínasta veður og gríðarlega mikið drukkið. Hemmi fremstur í flokki að vanda.

Bylting ársins
Tryggvi Sveinsson. Leiðinlegt verkefnakvöld í Tölulegri greiningu breyttist í heljarinnar djamm með einni byltu að hætti Tryggva.

Ball ársins
Paparnir í Sjallanum um Verslunarmannahelgina. Aldrei verið jafnskemmtilegt á balli.

Halarófa ársins
Kenneth Breiðfjörð í sjallanum á Akureyri, 500 manns (gróft mat) í halarófu á eftir Borgarstjóranum.

Atriði ársins
Andrés, Gummi, Gunni, Jói, Kenneth auk undirritaðs á árshátíð Verkfræðinnar á Hótel Örk.

Síða ársins:
http://www.ramdick.blogspot.com/

Mún ársins
Finnur Gíslason-Haustferð Naglanna. Ber bossinn límdur við rúturúðuna langleiðina frá Keflavík í bæinn.

Þjófnaður ársins:
Kenneth Breiðfjörð vs Andrés Heimir Árnason. Kenneth, nr. 2 í halarófunni á Skógum tók 90° beygju og hirti halarófuna af Andrési.


Úr að ofan ársins
Víkingur Guðmundsson. Mátti ekki heyra “úr að ofan” í sumarbústaðaferð Naglanna án þess að rífa sig úr bolnum.

Gabb ársins
Arnþór, Eiki o.fl í Heiðmörkinni í haust.

Tónleikar ársins
Starsailor á Nasa í sumar, virkilega góð stemmning þrátt fyrir að ég hafi reyndar hlustað mjög lítið á bandið síðan. Fór reyndar ekki á Metallica þannig að þetta er kannski ekkert að marka.

Hörmung ársins
Ísland 0-4 Svíþjóð, þá hefði maður betur verið að gera e-ð af viti.

Leikur ársins
Ísland 2-0 Ítalía, innan um 20.000 áhorfendur og á leiðinni til Ítalíu daginn eftir. Sweet.

Tvífari minn ársins
Adam Mastersson, Íslandsvinurinn og sjarmörinn sem kom og fór án þess að nokkur tók eftir honum.

Og í þeim flokkum sem aðeins einn kom til greina

Miðja ársins
Óttar Völundarson. Hefur breytt Íslandi eins og við þekkjum það með hnittnum pistlum á http://www.midjan.blogspot.com/

Nýliði ársins
Þórólfur Nielsen. Mætti í sína fyrstu vísindaferð og skemmti sér konunglega.

Þreyttur ársins
Atli Ísleifsson, alltaf þreyttur og toppaði það á San Siro í ágúst.

Úr einu í annað ársins
Skykkjan, hann hækkar verðið á markaðnum og stekkur svo af honum við fyrsta tækifæri.

Bomba ársins
Víkingur Guðmundsson í bekkjarpartýinu hjá Þorbjörgu í vor. Örugglega ennþá verið að lofta út.

Afrek ársins
Kolbeinn Tumi Daðason, fyrir að hafa á ótrúlegan hátt dregið sjálfan sig skelþunnan og Breiðnefinn úr sófanum margfræga með magasár norður í land um verslunarmannahelgina.

Bytta ársins
Gábarinn-alltaf í ruglinu

Fífl ársins
Jeff Daniels, sá sem er í lögfræðinni. Leikarinn er örugglega fínn náungi.

mánudagur, desember 27, 2004

Jæja, þá hefur maður þyngst um svona 5 kg. Hljóp reyndar e-ð af mér í skokki í gær en bætti því aftur á mig í síðustu veislunni í gær, eða svo hélt ég. Nú er Ungverski Hrútur búinn að bjóða í gúllas að hætti hússins í kvöld í nýja slotið í Hafnarfirðinum þar sem staðurinn verður klárlega stemmningin.
Frekar hefðbundin jól. Tókum tvöfalda messu á aðfangadag, 6-una í Dómkirkjunni og 12-una í Hallgrímskirkju. Svona að redda sér fyrir dapra kirkjusókn síðustu 365 dagana. Annars búinn að glápa á sjónvarpið og sofa þvílíkt mikið milli þess sem maður étur á sig gat. Búinn að sjá eftirfarandi úrvalsmyndir:
Grumpier Old Men - helvíti fyndin á köflum
When Harry met Sally - hefði verið betri á date-i
Lost in Translation - var að klára hana og hún var ótrúlega fín
The Deer Hunter - séð hana áður en hún var jafmikil snilld og þá
The Game - sá reyndar bara seinni hlutann sem var ekki sérstaklega spennandi þar sem ég mundi eftir því hvernig myndin endaði
Tvær einkunnir komnar í hús úr þeim prófum sem gengu að mér fannst hörmulega, Jarðtækni og Straumfræði. Fékk 8 í báðum. "Oh, óþolandi svona gaurar. Segjast hafa gengið hörmulega en fá svo 8". Hins vegar giltu prófin í þessum fögum bara um 70 % þannig að ég hef líklega fengið um 6 í þessum prófum og verkefnin hækkað upp.
Styttist í áramót og er stefnan sett á Hressó annað árið í röð. Þar var staðurinn stemmningin í fyrra og verður pottþétt ekki síðra í ár. Ragga frænka er að halda áramótapartý þar í ár og flotta fólkið auk mín ætlar að mæta. Kostar held ég 1000 kr inn í "forsölu" sem er ekki neitt því það eru forréttindi að vera á stað um áramótin umkringdur vinum og kunningjum. Allavegna nenni ég ekki á neitt rölt milli staða þar sem alls staðar kostar inn og raðir ná niðrá höfn.

mánudagur, desember 20, 2004

RÚV stóð sig helvíti vel í gærkvöldi og sýndi tvær mjög áhugaverðar heimildarmyndir. Sú fyrri var um fátækt á Íslandi þar sem skyggnst var inn í líf venjulegrar stórfjölskyldu sem heyir daglega baráttu við að láta enda ná saman. Þetta fólk getur ekki leyft sér eitt né neitt og ekkert má fara úrskeiðis til að það eigi hreinlega ekkert að borða. Krakkarnir bera út Fréttablaðið og eiga 7000 kr á mánuði til að gera það sem þau langar að gera. Elsti strákurinn hefur nýlokið stúdentsprófi og ég bara kemst ekki yfri það hvað þetta er duglegt fólk.
Seinni myndin var í hressari kantinum en það var heimildarmynd um stórsveitinga sænsku, ABBA, sem ég hef lengi haldið töluvert upp á. Gaman að vita e-ð meira um einstaklingana í sveitinni og smá yfirsýn yfir sögu hennar. Þau eiga endalaust af snilldarlögum en ég komst að því að Agnetha og Frida eru nákvæmlega sömu skoðunnar og ég um hvaða lög eru best. Það eru að sjálfsögðu slagararnir "Dancing Queen" og "The winner takes it all". Reyndar þegar ég pæli í því þá eru þetta líklega uppáhalds ABBA lög flestra.
Að lokum sofnaði ég yfir Timothy Dalton í "Licence to Kill".

laugardagur, desember 18, 2004

Búinn í prófum og þrátt fyrir að þetta séu líklega verstu próf sem ég hef tekið á ævi minni er helvíti fínt að vera kominn í frí. Tókum líka allan pakkann á þetta eftir próf. Bláa lónið, Style-inn og svo auðvitað öl um kvöldið hjá Víkingi. Kíktum á VR um 02 leytið og tókum smá gjörning á félaga okkar Jeff Daniels. Hengdum eftirlýsingar eftir honum upp út um allt, fjarlægðum allan matinn sem hann var með á borðinu-mandarínur, banani, tókum skrifborðsstólinn hans og örugglega e-ð fleira sem ég man ekki eftir. Illa gert? Ég veit það ekki, gaurinn er náttúrulega algjört fífl. Bekkjarpartý í kvöld þar sem þynnka dagsins verður kvödd á eina rétta háttinn.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Kemst lítið annað að þessa dagana en að læra. Hins vegar geta ýmsir hlutir gerst á bókasafninu í VRII. Þangað er par eitt farið að venja komur sínar. Hann les lögfræði og hún e-ð súkkulaðifag, þannig að þau eiga í sjálfu sér ekkert erindi þangað. Anyways, gaurinn lítur nákvæmlega eins út og Jeff Daniels, sem lék í Dumb&Dumber og Kingpin. Þessi gaur er mesta fífl í heimi.
Fyrstu kynni mín af þeim var á sunnudaginn þegar kærastan sat á næsta borði við mig. Þá fóru þau út í búð og komu til baka með stóran popp poka sem þau skiptu á milli sín með tilheyrandi látum. Stelpan keypti sér þykkmjólk sem hún svo rak sig í, vel fulla, þannig að núna lítur út fyrir að e-r hafi ælt á gólfið þarna. Stelpan panicar auðvitað og hleypur niður og nær í pappír og reynir eftir fremsta megni að þrífa þetta. Jeff kemur og sér hana á fjórum að þrífa, lokar fernunni og labbar svo aftur í burtu án þess að yrða á hana. Traustur. Eins og gefur að skilja var svo subbulegt þarna að stelpan ákvað að færa sig á annað borð áður en hún yrði bendluð við slysið.
Í gær (mánudag) komu þau svo bæði á yfirfullt safnið. Röltu framhjá mér og þvílík tilviljun, borðið á móti ( ekki þykkmjólkurborðið samt því það er of subbulegt fyrir þau) var að losna. Án þess að hugsa sig um settist Jeff í sætið og fór að taka upp úr töskunni svo stelpan mátti bara redda sínu eigin borði. Um kvöldið er svo popptími. Þau fara út í sjoppu og Jeff tyllir sér á móti mér og opnar popp pokann. Maulaði svo poppið með tilheyrandi smjatti frameftir kvöldinu.
Í morgun mætti ég svo á VR í sætið mitt og þá var ALLT út í poppi á gólfinu þar sem Jeff sat. Alveg ótrúlegt að þrífa ekki eftir sig því þetta var ekkert lítið sóðalegt. Svo mæta þau um hádegið og eins og fyrri daginn losnar akkurat borð, þriðja borðið á "svæðinu" mínu, þegar þau mæta. Jeff stekkur á borðið og fer að lesa og stelpan má bara redda sér eins og fyrri daginn.

Taka skal fram að stelpan er bara vel myndarleg og Jeff frekar asnalegur þannig að það er mistery útaf fyrir sig. Allvegna skil ég ekki hvernig hún meikar Jeff. Ég er allavegna á því að Jeff sér Royal Fífl enda get ég varla haldið einbeitingu þegar hann er nálægt því maður veit aldrei hvaða asnastriki hann tekur upp á næst.
Auðvitað ætti ég að vera búinn að segja þeim báðum fyrir löngu að borða poppið sitt í bíóinu en ekki á bókasafninu. En come on, hver er ég að segja Jeff Daniels hvað hann má og má ekki gera!!

fimmtudagur, desember 02, 2004

Styttist óðum í próf. Frekar slök próftafla í þetta skiptið sem er frekar dapurt í ljósi þess að maður er að taka þetta á réttum hraða og hefði þá reiknað með að fá góða töflu. Fyrsta próf föstudaginn 10. des og það fimmta og síðasta viku síðar, 17. des. Eitt gott í þetta skiptið en það er að öll prófin eru kl 09 um morguninn. Hörmulegt þegar maður er í prófi eftir hádegi. Prófin leggjast svona þokkalega í mig en ég hefði ekki haft neitt á móti nokkurra daga upplestrarfríi.
Fékk ekki Fulbright styrk um daginn eins og ég sagði áður frá en reiknaði ekki með því þ.a. ég var ekkert sérstaklega svekktur. Hins vegar skilst mér að Fulbright hafi aðeins haft fjármagn til að veita 5 styrki í ár öfugt við 10 í fyrra. Sem annar varamaður hefði ég þá líklegast fengið þennan styrk, ég hefði nefnilega ekkert á móti 800 þús kelli. Bömma.
Styttist í jólin og hér að neðan eru nokkur af betri jólalögum að mínu mati:

1. "Happy X-mas, war is over" með Lennon
2. "Christmas song" með Nat King Cole
3. "Do they know it's christmas" með Bono og co
4. "Ef ég nenni" með Helga Björns
og já haldið ykkur fast, síðast en ekki síst
5. "All I want for christmas" með Mariah Carey
6. "Ég hlakka svo til" með Svölu Hollywood