laugardagur, október 29, 2005

Það vill oft verða þannig að þegar væntingarnar eru miklar að þá verður maður fyrir vonbrigðum. Það gerðist svo sannarlega ekki á tónleikum Foozer á miðvikudaginn var. Mættum um kl 20 og þá var upphitunarbandið Hot Hot Heat að klára sitt show. Svo tók við gríðarleg spenna í 15 mínútur eftir að meistararnir stigu á svið. Svo voru ljósin slökkt og spilaður bútur úr laginu "When you wish upon a star" úr Pinocchio sem ég veit ekki hvort hefur einhverja þýðingu fyrir Weezer. Anyhow, þá heyrðist gítarsóló og það var auðvitað byrjunin á "My name is Jonas" sem er nú það sem fólk heyrir iðulega fyrst þegar bláa blatan er sett í tækið. Allt varð vitlaust.
Þeir tóku hvern slagarann á fætur öðrum og í lokin höfðu þeir spilað öll lögin sem ég vildi helst heyra. Ég reiknaði með að hvort band myndi spila svona 8-10 lög en raunin varð sú að hvort band spilaði í 1,5 tíma þvílíkt prógramm. Alveg ólýsanlegt að heyra loksins "say it ain't so" og "Buddy Holly" og ekki var stemmningin minni þegar byrjunin á "El Scorcho" ómaði. Svo voru náttúrulega þvílíkir sing along eins og "Hash pipe", "We are all on drugs", "Beverly hills" o.fl.



Ekki var nóg með að þeir spiluðu öll þessi lög heldur krydduðu þeir upp á ýmsu. Eins og þegar trommarinn, sem var í íþróttabuxum b.t.w. , tók gítarinn og söng "photograph" minnir mig og allt í einu var hann einn með gítarinn og hinir þrír allir á trommum. Svo skiptu þeir yfir í "song 2" sem Blur "stal" frá Botnleðju á sínum tíma sem var helvíti flott. Eftir það þökkuðu þeir fyrir sig og allir héldu að þeirra hluta væri lokið. En eftir gríðarleg fagnaðarlæti kviknaði allt í einu eitt ljós í hinum enda salarins og þar stóð Rivers á palli með acoustic gítar og söng "Island in the Sun". Sögðust þeir ætla að taka nokkur lög í viðbót og vildu þeir fá e-n úr salnum til að spila acoustic í "Sweater Song" sem er lag sem Buff nokkuð Guðmundsson hefur löngum haft mikið dálæti á. Var Johnny nokkur dreginn úr crowdinu og fékk once in a livetime tækifæri með bandinu. Hann klúðraði því ekki og stóð sig fantavel. Svo lauk show-inu á Buddy Holly.



Þarna leið mér eins og tónleikarnir væru í raun búnir þar sem við vorum búin að vera þarna í 2 tíma sem er temmilegt. Reyndar hefði verið svakalegt statement að fara bara úr Key Arena eftir Weezer og gefa skít í Grohl og félaga en sem betur fer er ég ekki algjört fífl. Showið hjá Foo var auðvitað miklu rokkaðra þannig séð enda tónlistin bara þannig. Grohl massasvalur en það verður eiginlega að segjast að trommarinn hafi stolið senunni en hann var svaðalegur. Þeir tóku flest lögin sem ég þekki, "my hero", "break out", "learn to fly", "times like these" og helling í viðbót.

Niðurstaðan er a.m.k. sú að tónleikar Foozer í Key Arena þann 26. október 2005 hafa náð 1. sæti á lista Kolby's yfir bestu tónleikana sem hann hefur sótt. Coldplay í höllinni í desember 2003 falla í annað sætið og gætu farið neðar ef Stones og Tommy Lee standa sig á sunnudaginn.

Fyrir utan Foozer er þetta helst í fréttum:

-Við Geiri fórum á David Gray tónleikana sem voru massagóðir og afslappandi. Allir slagararnir utan "be mine" spilaðir og topptónleikar í alla staði.

-Kokteilboð Valle styrkþega var haldið á mánudaginn og var nóg af snittum og víni ofan í liðið. Allir mættu í sínu fínasta pússi nema Atli sem ákvað að taka "celeb-ið" á þetta og sleppti því að mæta. Minnisleysi að eigin sögn en við vitum betur.

Óli og Geiri létu sig ekki vanta í kokteilinn. Geiri klæðist ítölskum jakka en Óli klæðist jakka frá Amerígunna.

-Sporting FC, nýja liðið okkar Atla, sigraði sinn fyrsta leik á tímabilinu síðastliðinn sunnudag þar sem Levy stimplaði sig vel inn og setti þrennu í fyrri hálfleik.

-Fyrsta ferð mín í Nálina (e. Space Needle) var í gær og var snæddur gómsætur kvöldverður í góðum félagsskap.

Annars er ég búinn að henda inn linkum á þá Seattle snillinga sem stunda fréttamennsku frá borg rigningarinnar og eru þeir hér neðst til vinstri. Sumir eru með myndasíður og aldrei að vita nema ég bætist í þann hóp áður en langt um líður.

miðvikudagur, október 26, 2005

Tonight is the night!
Ég held að ég hafi aldrei á ævinni hlakkað jafnmikið til að fara á nokkra tónleika.


"Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til"

föstudagur, október 21, 2005

STONES MIÐAR IN THE HOUSE!!


Dagskráin á næstunni er að komast á hreint:

21.okt: Partý hjá Chloé og vígsla á nýju myndavélinni minni
22.okt: Paintball með Íslendingunum og partý í kjölfarið
23.okt: Leikur með nýja fótboltaliðinu mínu og David Gray tónleikar
24.okt: Kvöldverður Valle styrkþega
26.okt: Foo Fighters/Weezer = FooZer tónleikar
30.okt: Rolling Stones tónleikar

Helvíti nettir næstu dagar og ekki laust við að maður sé að drepast úr spennu vegna tónleikanna.
Svo eru miðar á Bon Jovi, já Bon Jovi, komnir í hús. Reyndar ekki fyrr en í mars en miðasala hófst í dag þ.a. það er vissara að tryggja sér miða. Verður þokkaleg "It's my life" stemmari þar eins og á Mekka Sport með Fame-rum um árið!

Meistari Bon Jovi með Kónginum

fimmtudagur, október 20, 2005

Jæja, gott fólk. Þetta er tíminn.

Það kom til mín maður fyrir stuttu og bað mig um innlegg í bloggsamfélagið hans. Ég er nú ekki sú týpa sem læt bíða eftir mér og því er maður nú hér berjandi think-padinn með látum.

Vil nú byrja á að þakka Tuma fyrir að hafa gert grein fyrir þessum 40 og eitthvað dögum sem liðnir eru síðan hjólbarðar þotu NorthWest Airlines snertu bandaríska grund. Um borð, jú, sendiherrar Íslands, komnir til að sinna hávísindalegum og leynilegum verkefnum.

Tækifærið að skrifa gestapistil ætla ég að nota til að slá fram þrennunni (e. hattrick). Þrennan að þessu sinni eru þrír mestu áhrifavaldarnir so far.

1. Fjólublái gaurinn. Ekki veit ég hvað sá snillingur heitir en hann veitti mér einn lengsta hlátur sem ég hef átt lengi og eru Sorority-stelpnabrandarar innifaldir í þeim samanburði.

2. Eric Smiley. Nettur náungi. Grúppía sem býr í miðbæ Seattle. Fór til Íslands bara til að elta Sigur Rós, spurði fólk sem hann hitti út á götu hvar þeir héngu aðallega og hékk á Sirkus í einhverja daga. Verðum að telja honum það til tekna að hann fann þá að lokum og er með símanúmerið hjá Orra. Vel gert. Þegar strákurinn datt inn í klippingu hjá honum var hann með myndashow af öllum minni böndum Íslands. Öngvu að síður sagði Eric Bros mér nokkra Sorority-brandara. Læt einn fylgja neðst.

3. Prófdómarinn í bílprófinu. Já, það eru ekki allir sem fá að falla á bílprófinu en frúin hikaði ekki við að fella sendiherrana báða í einni tæklingu. Veit hún ekki hver ég er? Það fer um mann sæluhrollur þegar maður hugsar um litla kækinn hennar. Maður hefur nú séð allnokkra um ævina en það er skylda að staldra aðeins við hér og fara yfir þennan. Yfirleitt á þetta sér stað þegar hún hafði spurt eitthvað varðandi stefnuljósin eða annað gáfulegt og tómarúm myndaðist í 2 sekúndur sem er u.þ.b. tíminn sem tók hana að fara í gegnum æfingarnar. Þær lýsa sér þannig að tvö augu á stærð við undirskálar stara á þig í gegnum einhverja massívustu flöskubotna sem maður verður vitni að á tveimur mannsævum. Það eitt fær gyllinæðarstautinn til að titra, en hún lætur ekki þar við sitja. Næst er að lyfta efri vörinni duglega upp (á þessum tímapunkti hugsar maður um hvort ekki væri sniðugt að splæsa á hana ársskammti af Teeth-whitening-therapy) og í einni hendingu að sveifla hökunni frá hægri til vinstri. Svo mæli ég með nokkrum endurtekningum til að spila vel á taugar próftaka.


Listinn er ekki lengri að sinni.

Ef einhverjir kunna ráð við andvöku þá tek ég við þeim meðan ég er ekki sofandi.

Yfir og út
SeAttli

p.s.

Do you know the difference between a sorority girl and a brick?



A: The brick doesn't follow you around after it gets laid.

mánudagur, október 17, 2005

Ekki svo mikið í fréttum frá Seattle í þetta skiptið. Við Levy fórum reyndar á Sheryl Crow tónleika í gær sem voru nokkuð nettir. Spilaði helling af nýju efni sem var svona í rólegri kantinum þ.a. það var mjög notalegt að lygna aftur augunum enda er ég bestur í því. Svo slúttaði kvendið tónleikunum með slögurunum. "A change would do you good", "Everyday is a winding road", "If it makes you happy", "Soak up the sun" og svo auðvitað slagarann "All I wanna do" sem var uppáhaldslagið mitt þegar ég var c.a. 13 ára. Kom fram í flottum hvítum kjól en skipti yfir í hefðbundnari föt í uppklappinu og rokkaði vel í lokin.


Stærstu fréttirnar hérna eru þó kannsi þær að ég, stirðasti maður á Íslandi dreif mig í yoga-tíma. Það er e-ð Yoga Center hinum megin við götuna frá okkur og í gær var frír tími. Við Levy mættum þarna í fótboltabolunum okkar og átti sko að teygja á lúnum löppum. Það var og gert en e-ð er ég samt ekki að fara í framhald af þessu. Geiri mætir þessa dagana í Pilates sem er víst kjörið fyrir ljósastaura á borð við mig þ.a. það gæti verið málið frá og með áramótum.


Gaman að segja frá því líka að okkur Levy hefur verið boðið í hefðbundinn Thanksgiving kvöldverð hjá góðvinkonu minni. Helvíti spennandi enda vill maður umfram allt upplifa svona ekta ameríska siði með local búum. Maður er farinn að finna ilminn af kalkúnum, trönuberjasósunni, pumpkin pie og hvað þetta heitir allt.

Að lokum gengur mér afar illa að ákveða mig hvort ég eigi að henda mér heim um jólin eður ei. 70 þús kall og bullandi tímaviðsnúningur fyrir tvær eðalvikur með fjölskyldu og vinum eða á maður að skella sér á U2 í Portland á uppsprengdu verði og chilla á Hawaii eða Flórída um jólin. Ásamt miðum á Rolling Stones eftir 10 daga er þetta mitt mesta umhugsunarefni.

miðvikudagur, október 12, 2005

Nú styttist óðum í hina sívinsælu hátíð Kanans Halloween. Af því tilefni skar ég út mitt fyrsta grasker í gær og ákvað að smella mynd af því á vefinn. Eins og sjá má er farið að hausta hér í Washington-ríki.


Gaman að segja frá því að einnig styttist nú óðum í fyrsta gestapistil Atla Björns Eggertssonar Levy eða Dr. A eins og Danirnir kalla hann. Að sögn mun hann ekki sleppa neinu í frásögn sinni enda þekktur fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum. Verða pistlarnir nefndir Hin hliðin og er mikils að vænta enda af nógu að taka.

Dr. A hefur verið ófeimin við að bregða sér í hin ýmsu gervi í gegnum tíðina.

sunnudagur, október 09, 2005

Miðjan kemur aftan að manni enn einu sinni og í þetta skiptið er ég klukkaður. Þetta er víst eitthvað sem á að koma bloggheiminum aftur af stað en hann hefur þótt vera að missa flugið undanfarið.

1. Ég á mjög erfitt með að taka skyndiákvarðanir og sérstaklega ef þær fela í sér peninga. Skoska blóðið sem ræður ferðinni þar hugsa ég.
2. Ég þarf að komast í fótbolta a.m.k. þriðja hvern dag.
3. Ég hef ekki getað borðað smjör síðan ég var svona 8 ára. Finnst það ógeðslegt og held mig frá því. Gat heldur ekki borðað rjóma en get látið mig hafa það núna ef magnið er innan velsæmis marka.
4. Hef verið í þrjósku-kók bindindi í fjögur ár núna og ekki drukkið gos í þrjú ár. Gos hefur þó farið inn fyrir mínar varir í formi blandaðra drykkja.
5. Eitthvað það leiðinlegasta sem ég geri er að vera inni á skemmtistað og dansa og þekkja ekki hvert lagið á fætur öðru. Techno og FM lög get ég hreinlega ekki hlustað á.

Annars er helst í fréttum að ég skellti mér á Tracy Chapman tónleikana um daginn og þeir voru massagóðir. Ótrúleg stemmning í salnum og virkilega sterkur leikur að henda sér á tónleikana. Er að leita uppi miða á Rolling Stones en þeir eru rugl dýrir. Vona að það reddist samt á endanum.