miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Það er ekki lítið magnað. Maður skreppur út í Westlake Center í hádeginu, pantar Swimming Rama og röltir upp á stofu aftur. Opnar explorer með vinstri og nota prjónanna til að éta með hægri. Tékka á póstinum, stöðunni í leikjum "kvöldsins", fréttir á fotbolti.net og svo mbl og hvað blasir við manni:


Martin Ingi Sigurðsson hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir rannsókn sína á áhrifum aldurs á utangenamerki mannsins.


Líka magnað hvað þetta er týpísk mynd af Malone. Alveg á mörkum þess að glotta en nær að fela það þokkalega meðan ljósmyndari smellir af. Enough said, maðurinn er snillingur.

Farinn að setja í vélina. Vissara að hafa hreinar nærbuxur með til Vegas.

laugardagur, febrúar 17, 2007

Tjillað í stofunni á laugardagskvöldi áður en haldið verður í keilu á Capitol Hill með nokkrum vitleysingum. Rólegur dagur á enda sem samanstóð af smáþynnku, körfubolta í flottu veðri í nágrenninu og ísbíltúr. Svo var bókað flug og hótel í Vegas eftir tvær vikur þar sem við Kári og Miðjan alræmda munum gera allt vitlaust í þrjá daga og jafnmargar nætur. Flýg eftir vinnu á föstudegi og tek frí á mánudeginum. Gistum á Flamingo hótelinu sem er á miðju strippinu og verið er að fínpússa dagskránna.


Nóg að gera í vinnunni og með puttana í 4 verkefnum sem stendur, öll ólík og lærdómsrík. Kynnist fólkinu betur og betur og farinn að geta ruglað aðeins í sumum þarna. Sporting FC er eina taplausa liðið í deildinni eftir 6 leiki og lauk síðasta leik með 3-3 jafntefli þar sem Íslendingar sáu um mörkin fyrir Sporting. Leikur í fyrramálið í göngufjarlægð í Seattle Center og vonandi að veðrið verði líkt og það var í dag en ekki grenjandi rigning og vindur eins og það er þegar þetta er skrifað.


Annars kynntist ég þáttunum "Curb you enthusiasm" með Larry David í dag sem voru bara nokkuð fyndnir þótt maður verði mjög pirraður á köflum þegar hann klúðrar hverjum hlutnum á fætur öðrum. En maður er vanur því eftir að hafa horft á Extras að undanförnu.

Að lokum er ég mikið að pæla í að kaupa loksins Digital Piano enda farinn að sakna þess að geta ekki spilað endrum og eins. Ef einhver hefur ráðleggingar, góða reynslu eða slæma væri það vel þegið en annars er eina vitið að halda áfram að prófa þessi hljóðfæri og velja stykki sem maður kann vel við.

laugardagur, febrúar 03, 2007

Laugardagskvöld og annað kvöldið í röð er setið fyrir framan kassann. Er eitthvað slappur sem hefur komið í veg fyrir vitleysu þessa helgina. Svo sem ágætt að slappa af annað slagið og hittir vel á að maður er nýkominn með HBO on Demand sem hefur meðal annars að geyma "Extras" þættina með Ricky Gervais. Kannski ekki í Office klassa en fyndnir þættir engu að síður. Reikningurinn upp á 161$ fyrir næsta mánuð hefur samt gert það að verkum að það verður lokað fyrir þessa þjónustu á morgun enda var henni bara komið á laggirnar til að fá nauðsynlegan búnað til að ná "Fox Soccer Channel" inn á heimilið.

Undirritaður situr í lazy-boy-num þegar þetta er ritað

Annars er stór dagur á morgun. Spurs-Utd í morgunsárið og svo Sporting FC vs Belltown Rangers kl 11. Svo tekur við Super Bowl dagur sem er þó ekki jafn spennandi og í fyrra þegar Seahawks voru í essinu sínu. Svo á Hr. Levy afmæli þó svo hann sé nú ekki að missa sig af spenningi enda lái honum hver sem vill þar sem hann færirst nær ellimörkum með hverju árinu.

Útsýnið úr íbúðinni á fallegu síðdegi

Búinn að fylgjast mikið með landsliðinu í Þýskalandi enda hægt að horfa á leikina á netinu sem er snilld og þar að auki ókeypis. Reyndar hef ég aðeins séð tapleiki sem er frekar dapurt og reyndar finnst mér fólk svolítið vera að missa sig yfir frammistöðu liðsins. Frakkaleikurinn var auðvitað snilld en fyrir utan hann þá mörðum við sigur á Slóvenum og Túnis. Danaleikurinn var hörkuleikur en við hefðum svo auðveldlega getað unnið hann. Við fáum á okkur 35 mörk að meðaltali í leik sem er fáránlega mikið. Við höfum auðvitað oft staðið okkur verr en samt sem áður er þetta ekkert til að missa sig yfir.

Nýi Olympic Sculpture Park downtown Seattle

Annars er fínt að frétta. Lífið gengur sinn vanagang, á fætur kl 6:30 og kominn heim um 6 leytið að kvöldi. Fólkið á stofunni er fínt og gaman að vera staðsettur í hjarta miðborgarinnar. Mary Frances lærir íslensku baki brottnu og í kvöld er það víst "Ég, Við, Hann, Hún, Þau.....". Atli stefnir á brottför frá Seattle upp úr miðjum mánuðinum og vonandi að hann nái að klára eina thesis eða svo fyrir þann tíma. Við erum ósigraðir í fótboltanum og vonandi breytist það ekki á morgun.

Langþráð myndasíða er komin á laggirnar en ég held ég láti nægja að henda inn þeim myndum sem ég tek héðan í frá. Eitthvað af myndum er komið inn.