þriðjudagur, september 30, 2003

Bílahrúturinn Eiki fær link hér til vinstri. Ekki fyrir viðkvæmar sálir. Algjör snilld!

Hermann Hreiðarsson (e.The Herminator) segir 100% viss um að hann verði með 11.okt. Það er því ennþá von hjá okkar mönnum. Heyrst hefur að Daði nokkur Guðmundsson hafi verið næsti maður inn í hópinn og sé við stífar æfingar, tilbúinn að koma inn ef e-r skyldi forfallast.
Kíkti á fyrsta handboltaleik vetursins á sunnudag. Stjarnan-Selfoss. Stjarnan marði sigur enn Þórólfur lét lítið fyrir sér fara. Kallinn samt með hárband sem greinilega eru í tísku núna sbr. Crespo og Kjartan!

sunnudagur, september 28, 2003

Haustferðin var fín. Lagt af stað kl 8 og komið í bæinn kl 19. Stöðug drykkja allan daginn og maður uppgefinn við komu í bæinn. Dottaði nokkrum sinnum í rútunni en vaknaði alltaf við það að ég missti bjórinn minn. Kíkti svo til Dabba um kvöldið.
Þynnkunni var útrýmt með fótbolta á laugardag. Ari smalaði nokkrum MR-ingum í lið í mót auglýsingastofa. Við klúðruðum þessu í undanúrslitum og lentum í 3-4 sæti.
Kíktum svo á Ölver á enska. United valtað yfir Leicester meðan Chelsea marði 3 stig gegn Villa. Skaginn tók svo bikarinn, Jökli og fleiri KR-ingum til mikillar ánægju enda þeir varla yfirlýstir stuðningsmenn FH þessa dagana.
Mjög rólegt í gær. Kíkti til Malone í borðtennis og svo gláptum við á Simpsons og Seinfeld. Fékk svo Murder Ballads diskinn með Hellinum skrifaðann og set hann í tækið um leið og ég kem heim. Er á VR að dúndra út Rekstrarfræðiglósum.
Dreymdi þvílíkan draum um daginn. Var á Ísland-Þýskaland á laugardalsvelli og Ísland fær hornspyrnu á 89 mín. Boltinn út í teig, skallað inn á teiginn þar sem Kjartan nokkur Kjartansson hamrar hann utanfótar í markið framhjá Kahn. Þar með tryggði Ísland sér sæti á EM. Vonandi e-ð í líkinu við það sem koma skal.
Later

fimmtudagur, september 25, 2003

Víkingur massaði konsertana eins og við var að búast. Fór svo í partý eftir tónleikana þar sem eistneski hljómsveitarstjórinn var leiddur út eftir að hann sást rökræða við spegil!
Haustferð í fyrramálið. Eins gott að sofa ekki yfir sig þ.a. ég er farinn að sofa.

miðvikudagur, september 24, 2003

Fór í golf í dag með Dabba, Kidda og Kisa. Tókum 18 holur á Korpu. Fór fyrri 9 á 47 og seinni á 44. Frábært veður. Tók eitt moment eftir eitt misheppnað pútt þegar ég henti kúlunni upp í loftið og tók tennissveifluna með pútternum. Kúlan út á veg og næstum því í bíl sem keyrði framhjá. Annars vann Kiddi á 43-39.
Vegan golfs steingleymdi ég tíma í Sígildri tónlistarasögu Hraðferð, námskeið sem ég skráði mig í í FÍH. Annar tíminn og ég gleymi að mæta. Samt ekki jafnótrúlegt og þegar ég gleymdi einu sinni að mæta seinni daginn af tveimur á e-ð fótboltamót í 4.flokki. Hitti Skarpa úr Fram í bíó um kvöldið og hann spurði mig af hverju ég hefði ekki mætt í leikinn. Þá steingleymdi ég bara leiknum. Óskiljanlegt.
Haustferð á föstudag og partý um kvöldið. Verður snilld ef Birgir Jónsson verður í þeim ham sem maður reiknar með.
Víkingur spilar Prokoffiev 1 og píanókonsert e. Jón Nordahl með Sinfó annað kvöld. Mætti á æfingu í morgun og var glæsilegt eins og við var að búast. Hvet alla til að mæta. Miðar á 1/2 virði á tónleikadag.

þriðjudagur, september 23, 2003

Verkfræðibolti í reiðhöllinni í gær. Ógeðslegt ryk, varla hægt að anda þarna inni. Lyktin ekkert sérstök heldur. Boltinn var samt ágætur.
E-r snillingur sem heitir Aron er búinn að "tekka" glósur úr stægr.III og birtir þær á hi.is/~arong. Mig minnir að þetta sé slóðin, annars bara Google:stærðfr.gr.III glósur og BINGO.
Komst að því í gær að það er hægt að ná í nótur á Kazaa. Hef hvorki farið á Kazaa né DC++ en downloadaði Kazaa media desktop af þessu tilefni í gær. Það gjörsamlega drap tölvuna mína hvað varðar vinnsluhraða þ.a. ég þurfti að henda því út aftur. Henti helling í viðbót og hef tölvan skánað svolítið, úr skjaldböku í gamalmennishraða.
Vinkona mín í umbygg sendi mér nótur að "Hotel California", "In my place", Simpsons og margt fleira. Verð að fara að prófa þetta.
LATER

mánudagur, september 22, 2003

Við Atli tókum Phonebooth í gær. Olli mér töluverðum vonbrigðum en ég er reyndar ekki mikill spennumyndamaður.
Kristján Brooks er hættur í boltanum. Hann hefur greinilega séð umfjöllun mína um svarta manninn og ákveðið að hætta á toppnum. Djöfull er hann flottur.
Linkar komnir upp þökk sé Martin van Nistelrooy. Svona bloggar flotta fólkið.

sunnudagur, september 21, 2003

Það virðist ekki skipta máli hvort ég drekki eða ekki. Helgarnar klúðrast hvort sem er. Í dag svaf ég t.d. til kl 13 og fór svo að horfa á leikinn kl 15. Er reyndar búinn að lesa svolítið í efnisfræði sem ég hefði líklega ekki gert ef stæði ég í baráttu við þynnkuna.
Utd ömurlegir en hvað eru Arsenal mennirnir mikil fífl. Keown fór fyrir sínum mönnum í aðför að Ruud v.N eftir vítið og svo aftur eftir leikinn. Alveg fáránlegt og ekkert annað í stöðunni en að þessir Arsenalvitar verði sektaðir eða settir í bann.

laugardagur, september 20, 2003

"Það'r bara einn Kristján Brooks, það'r bara einn Kristján Brooks. Einn Kristján Brooks, það'r bara einn Kristján Brooks. Einn svartur Kristján Brooks, það'r ..." og svo mætti halda áfram lengi. Frammararnir björguðu sér í síðustu umferðinni 5. árið í röð. Buffið átti stórleik, sérstaklega á 92.mínútu þegar hann tók innkast. Þróttarar hins vegar beint niður í deildina sem ætti rétttu nafni að kallast "Þróttaradeildin". FH kjöldróg svo KR aumingjana 7-0. Pant ekki vera KR ingur á þeim leik.
LIFI FRAM

Ekkert rugl. Mættur í efnafræði 9:30 og skemmti mér konunglega. Hrós dagsins fær Dabbi fyrir snilldarpartý í gær. Fjölmargir gjörsamlega á sneplunum.
FRAM-þróttur í dag og að duga eða drepast. Skelfilegt veður. Efast um að maður skelli sér í blátt og fari í Viðey í svona veðri. Og hvað er málið með Viðey? Ef fólk er á annað borð að spá í hvort það eigi að fara þá held ég að staðsetningin taki af allan vafa.
Smölun er eitt það asnalegasta sem ég veit um. Að fólk geti skráð sig í og úr stjórnmálaflokkum til að kjósa fólk til starfa á vettvangi sem skiptir það engu máli er fáránlegt. T.d. sjálfstæðismenn eiga að kjósa sína fulltrúa til starfa-ekki vinir sjálfstæðismanna svo ég taki bara e-n random flokk sem dæmi.
Hvet samt alla sjálfstæðismenn til að mæta og styðja gott fólk.

föstudagur, september 19, 2003

Aftur rugl. Svaf yfir mig og mættur í skólann 12:30. Í ruglinu

fimmtudagur, september 18, 2003

Rugl. Kom heim kl 12:30 í dag og lagði mig. Þegar ég vaknaði við símhringingu var kl 16:50. Nú á ég aldrei eftir að sofna í nótt.
Engin sérstök plön fyrir helgina nema fara á Fram-Þrótt, keppa í hnakka/skvassmóti, fara á Magdelaine sisters og svo auðvitað United-Arsenal á sunnudag.

miðvikudagur, september 17, 2003

FC FAME spólan var afhent á æfingu í gærkvöldi og spannar hún 3 klst af eðalefni. Ég hef því sjaldan verið eins þreyttur og þegar ég mætti í skólann í morgun kl 08 í efnisfræði. Dottaði svona 30 sinnum í tímanum og fór svo heim og lagði mig. 23 mættir á æfingu í gær og hópurinn styrkist sífellt.
United vann 5-0 í gær og nennti ég engann veginn að horfa á þann leik. Ömurlegir leikir í þessum fyrstu riðlum deildarinnar. Fór hins vegar á bikarúrslit KR-FRAM í 2.flokki í gær. Staðan var 4-0 í hálfleik f. KR sem voru þónokkuð betri með Jökul,Kidda,Sölva og Kjartan fremsta í flokki. Nennti samt ekki að horfa á s.hálfleik en leiknum lauk víst 4-1.
Nokkrar góðar myndir úr vísindaferðinni í Olís má nálgast á hi.is/~gunnarg . Þessi Gunni er ástæðan fyrir því að ég er grenjandi úr hlátri á öllum myndunum. Fyndin gaur.
Jæja, spurning um að kíkja í bækurnar. LATER

mánudagur, september 15, 2003

Mættur kl 09 á bókhlöðuna í morgun, þvílíkt duglegur en þá var bara lokað í dag. Fyrsta skipti sem ég fer á hlöðuna í haust og þá er hún lokuð. Þá var það bara VR2. Það er hreinlega skelfilegt að læra þarna. Nokkur atriði:
1. Óþægilegir stólar
2. Alltof heitt
3. Mikill umgangur-hurðar skellast o.þ.h.
Svo í dag bættust við tvö atriði
4. Geitungar flögrandi um safnið
5. Gaur á svona steinsög fyrir utan þar sem verið er að helluleggja.
Hvernig fólk meikar að dvelja þarna 24/7 er mér illskiljanlegt.
Sorry Daði en.. Framararnir voru skelfilegir í gær. Hefðu getað tapað stærra. Samt staðfest að Valur og Þróttur falla í 1.deild.
Nýjustu orðin í dag skv. hnakkanum eru foli og sykurpúði. Spurning hvað þau muni endast lengi. Reyndar kallaði e-r stelpa mig sykurpúða þegar við Elli renndum í bæinn á laugardag þ.a. orðið er greinilega komið í dreifingu.

sunnudagur, september 14, 2003

If you had one shot, one oppertunity, to seize everything you ever wanted, would you capture it or let it slip. Víkingar misstu svo sannarlega ekki af tækifærinu til að komast í efstu deild. Yfirspiluðu Keflvíkinga í mikilli stemmningu í Bítlabænum og fögnuðurinn var mikill í lokin.
Fór á dansleik með Milljónamæringunum í gær þar sem við Elli vörðum gríðarlegum tíma í að fá Karl Olgeirsson hljómborðsleikara til að dreifa pósti. Það fór svo að lokum að Kalli dreifði pósti eins og honum einum er lagið.
Ótrúlegt hvernig maður gjörsamlega klúðrar helgi eftir helgi. Á hverjum sunnudegi ákveð ég að ég muni taka því rólega næstu helgi en... Endar nánast alltaf á sama veginn. Gærdagurinn var frekar wasted og reyndar engin þynnka núna en þvílík þreyta. Kemur samt ekki í veg fyrir að maður kíki á Buffið á eftir. Ég ætla samt að taka því rólega um næstu helgi (með fyrirvara um breytingar)!

fimmtudagur, september 11, 2003

Systurnar Gróa og Þórunn voru í heimsókn hjá systur áðan. Af því tilefni dróg hún upp kasettu sem ég hef aldrei heyrt áður. Voru þar ~15 ára gamlar upptökur af okkur systkinunum syngjandi hvert jólalagið á fætur öðru. One must wonder hvar ég væri í dag hefðu foreldrarnir haft vit á því að senda mig í söngkennslu og þróa söng minn til fullkomnunar. Nei, bara grín. Þetta var skelfilegt og kasettan verður brennd.

Torfi sendi mér brandara áðan sem er alveg svakalegur: "Ljóska kemur inn í gardínubúð og vill kaupa gardínur fyrir tölvuna sína. Afgreiðslukonan segir að tölvur þurfi ekki gardínur. Halló, ég er með windows!! E-n tímann hefði manni eflaust þótt þetta endalaust fyndið.

Vísindaferð á morgun!!

miðvikudagur, september 10, 2003

Gaur sem kennir okkur Samfellda Aflfræði fer á kostum í hverjum tíma. Allir eru gjörsamlega úti að aka í tímunum og svo spyr hann reglulega: "Allt ljóst, eru nokkrar spurningar?". en enginn segir neitt því ég efast um að sá maður sé í bekknum sem gæti spurt skynsamlegrar spurningar.
HM 2003 á morgun. FC Þéttir skráðir til leiks. Stefnt á að bæta árangur síðasta árs 4.sæti en það verður erfitt því búið er að mynda þvílíkt stjörnulið. Stjörnurnar Grétar, Jón Skafta og Þór ásamt "meðalmönnunum" Sigurjóni, Hrabba, Gulla og Lamba. Ansi líklegir til sigurs.
Tókst að skrá mig í vísindaferðina. Algjör kaos. Ég var að refresha stöðugt og dúndraði inn nafninu mínu um leið og skráning hófst. Samt var ég bara nr.15 og næst þegar ég refreshaði var skráningu lokið. Þvílík samkeppni.
Þýskaland vann Skotland eins og öruggt var en FH-ingar eru menn dagsins. 2-0 undir eftir 20 min og yfirspila svo KR og vinna sanngjarnt 3-2.
Víkingarnir eru að reyna að fá Kára og Egil heim fyrir leikinn á laugardag. Tveir stórleikir um helgina. Keflavík-Víkingur og Valur-Fram. Algjörir úrslitaleikir og að sjálfsögðu skyldumæting!

þriðjudagur, september 09, 2003

Þvílík dramatík í Víkinni í gærkvöld. Komumst í 2-0, þeir jöfnuðu 2-2 og voru nálægt því að stela sigrinum en Danni Hjalta skoraði sigurmarkið þegar 4 min voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Jafntefli dugar í Keflavík en lið hafa farið flatt á því. Samt stemmning að skella sér í Bítlabæinn á laugardag.
Kíkti svo með Bjössa og Hjalta aðeins í HR. Kíktu á póstinn sinn og viti menn: "megatilboð á ljósakortum" var eina e-mailið. Tilviljun að þetta kom þegar ég var þarna ? Held ekki.
Fór á Pirates með Atlanum. Frábær skemmtun-kom mér töluvert á óvart. Johnny Depp er flottur. Fór með pabba í golf og ég sló gott högg. Pabbi sagði: "flottur". Djöfull er hann flottur.
Snilld á Pablo þegar Pétur Jóhann var að hita upp. Labbaði um sviðið og sá kunnulegt andlit í salnum. "Nuij, sundkappinn í salnum og með Prins Valíant greiðsluna". Fór svo að gera sundhreyfingar og spyrja áhorfendur: "hey, hver er ég". Salurinn lá, hvílík snilld.

sunnudagur, september 07, 2003

Snilldarhelgi. Pablo Fransesco var þvílíkt góður. Hvað er málið með röddina hans? Hann getur gjörsamlega gert allt með þessari rödd. Endaði líka á að fara úr peysunni og þá var hann í íslenska landsliðsbúningnum innan undir. Allt trylltist. Fórum svo niðrí bæ þar sem ég gjörsamlega gerði mig að fífli þegar ég fór að tala við félaga minn sem reyndist ekki vera félagi minn heldur týndi tvíburabróðir hans. Anyhow-enduðum að lokum á Aranum þar sem meistari Óskar tók m.a. Wild Rose með Nick Cave. Þvílíkt lag.
Landsleikurinn var þvílík snilld-fyrir utan að vinna hann ekki. Gríðarleg stemmning og ég var búinn að missa röddina eftir 10min. Frábær frammistaða þótt EM möguleikinn sé nánast úr sögunni. Spjallaði við Bjarna Jó eftir leikinn og hann staðfesti að Óli Örn yrði seldur eftir tímabilið.
Lokahóf FC FAME í gær. Horfðum á Best of Fame 2003 myndband sem snillingurinn Gunni Palli klippti saman. Sumar hreyfingar hjá mér á vellinum fengu hörðustu Fame-ara til að tárfella af hlátri. Algjör snilld þótt enginn viti um hvað ég er að tala. Í HVERJU FALLI þá var Siggi kosinn maður ársins og undirritaður var talinn hafa sýnt mestu framfarir. Mullerin í Vesturbæjarlauginni á hverjum morgni síðasta árið hefur því skilað sér. Partý hjá Haffa og svo bærinn. Frábært kvöld.
Við Atli fórum í tennis áðan og svo á ódýra geisladiska/myndbands markaðinn í Perlunni. Nóg af vörum en allar á venjulegu verði þ.a. Skotinn og Gyðingurinn stöldruðu stutt við. Planið að kíkja á Pirates í kvöld.
Stjarnan var að vinna Þór áðan þ.a. Víkingar eru í góðum málum. Enginn spurning að maður fer til Keflavíkur á laugardaginn. LATER

fimmtudagur, september 04, 2003

Meistari Eggert hefur yfirgefið Djöflaeyjunna og snúið aftur til Ungverjalands. Næsta árið verður víst e-ð hell námslega séð þ.a. best er að óska honum góðs gengis. Þjóðverjarnir lentu á svipuðum tíma og Le Gert yfirgaf pleisið og við þeim blasti grenjandi rigning og stormur í Keflavík. Það væri of gaman að tapa ekki leiknum og eiga möguleika fyrir lokaleikinn.
Fóstbræður eru of fyndnir. Við Þórólfur gjörsamlega grenjuðum af hlátri yfir hinum ýmsu sketchum úr þeim ágætu þáttum. Gústi nefnir ýmis góð sketch í síðustu færslu. Best er auðvitað: "slaka, slaka, slaka og kyssa mig". Atriðið þegar Þorsteinn leikur balletdansara sem skóflar í sig ostapoppinu og heldur að kennarinn sé að grínast með að hann sé rekinn er líka stórkostlegt. Spurning um að fá e-r spólur lánaðar hjá svíanum.
Jón Arnór í NBA. Það er hreint ótrúlegt afrek. Framarar að meika það úti um allt. Tryggvi kom með góðan punkt í dag. Á næsta ári á Fylkir að kaupa allt Framliðið eftir fyrri umferðina og senda sína eigin menn í frí. Eina leiðin til að þeir eigi séns í titilinn. Spurning hvort Fram/Fylkir sameining sé á dagskrá?
Langar á fleiri myndir á Bresku kvikmyndahátíðinni. Sá All or nothing í vikunni og hún var algjör snilld. Döpur mynd með góðum húmor inn á milli. Sweet sixteen og Bloody sunday næstar. L

mánudagur, september 01, 2003

Framararnir tóku FH-ingana í afturendann á Laugardalsvelli í gær með Buffið í fararbroddi. Örugglega 15 markskot í seinni hálfleik og gjörsamleg yfirspilun. Stund stundanna var þó þegar Buffið tók ítalska dýfu á miðjum vellinum og fiskaði FH-ing út af. Framararnir haustmeistarar enn eitt árið?
United ömurlegt á sunnudaginn. Kleberson úr axlarlið sem er því miður örugglega besta mál fyrir liðið því hann er búinn að vera ömurlegur. Beckham samt að meika það á Spáni. Flottur.
Helgi helganna framundan. Pablo Fransesco, Ísland-Þýskaland, lokahóf FC FAME og MR hádegismatur svo fátt eitt sé nefnt. L