miðvikudagur, september 24, 2003

Fór í golf í dag með Dabba, Kidda og Kisa. Tókum 18 holur á Korpu. Fór fyrri 9 á 47 og seinni á 44. Frábært veður. Tók eitt moment eftir eitt misheppnað pútt þegar ég henti kúlunni upp í loftið og tók tennissveifluna með pútternum. Kúlan út á veg og næstum því í bíl sem keyrði framhjá. Annars vann Kiddi á 43-39.
Vegan golfs steingleymdi ég tíma í Sígildri tónlistarasögu Hraðferð, námskeið sem ég skráði mig í í FÍH. Annar tíminn og ég gleymi að mæta. Samt ekki jafnótrúlegt og þegar ég gleymdi einu sinni að mæta seinni daginn af tveimur á e-ð fótboltamót í 4.flokki. Hitti Skarpa úr Fram í bíó um kvöldið og hann spurði mig af hverju ég hefði ekki mætt í leikinn. Þá steingleymdi ég bara leiknum. Óskiljanlegt.
Haustferð á föstudag og partý um kvöldið. Verður snilld ef Birgir Jónsson verður í þeim ham sem maður reiknar með.
Víkingur spilar Prokoffiev 1 og píanókonsert e. Jón Nordahl með Sinfó annað kvöld. Mætti á æfingu í morgun og var glæsilegt eins og við var að búast. Hvet alla til að mæta. Miðar á 1/2 virði á tónleikadag.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim