þriðjudagur, september 23, 2003

Verkfræðibolti í reiðhöllinni í gær. Ógeðslegt ryk, varla hægt að anda þarna inni. Lyktin ekkert sérstök heldur. Boltinn var samt ágætur.
E-r snillingur sem heitir Aron er búinn að "tekka" glósur úr stægr.III og birtir þær á hi.is/~arong. Mig minnir að þetta sé slóðin, annars bara Google:stærðfr.gr.III glósur og BINGO.
Komst að því í gær að það er hægt að ná í nótur á Kazaa. Hef hvorki farið á Kazaa né DC++ en downloadaði Kazaa media desktop af þessu tilefni í gær. Það gjörsamlega drap tölvuna mína hvað varðar vinnsluhraða þ.a. ég þurfti að henda því út aftur. Henti helling í viðbót og hef tölvan skánað svolítið, úr skjaldböku í gamalmennishraða.
Vinkona mín í umbygg sendi mér nótur að "Hotel California", "In my place", Simpsons og margt fleira. Verð að fara að prófa þetta.
LATER

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim