fimmtudagur, september 11, 2003

Systurnar Gróa og Þórunn voru í heimsókn hjá systur áðan. Af því tilefni dróg hún upp kasettu sem ég hef aldrei heyrt áður. Voru þar ~15 ára gamlar upptökur af okkur systkinunum syngjandi hvert jólalagið á fætur öðru. One must wonder hvar ég væri í dag hefðu foreldrarnir haft vit á því að senda mig í söngkennslu og þróa söng minn til fullkomnunar. Nei, bara grín. Þetta var skelfilegt og kasettan verður brennd.

Torfi sendi mér brandara áðan sem er alveg svakalegur: "Ljóska kemur inn í gardínubúð og vill kaupa gardínur fyrir tölvuna sína. Afgreiðslukonan segir að tölvur þurfi ekki gardínur. Halló, ég er með windows!! E-n tímann hefði manni eflaust þótt þetta endalaust fyndið.

Vísindaferð á morgun!!