fimmtudagur, september 04, 2003

Meistari Eggert hefur yfirgefið Djöflaeyjunna og snúið aftur til Ungverjalands. Næsta árið verður víst e-ð hell námslega séð þ.a. best er að óska honum góðs gengis. Þjóðverjarnir lentu á svipuðum tíma og Le Gert yfirgaf pleisið og við þeim blasti grenjandi rigning og stormur í Keflavík. Það væri of gaman að tapa ekki leiknum og eiga möguleika fyrir lokaleikinn.
Fóstbræður eru of fyndnir. Við Þórólfur gjörsamlega grenjuðum af hlátri yfir hinum ýmsu sketchum úr þeim ágætu þáttum. Gústi nefnir ýmis góð sketch í síðustu færslu. Best er auðvitað: "slaka, slaka, slaka og kyssa mig". Atriðið þegar Þorsteinn leikur balletdansara sem skóflar í sig ostapoppinu og heldur að kennarinn sé að grínast með að hann sé rekinn er líka stórkostlegt. Spurning um að fá e-r spólur lánaðar hjá svíanum.
Jón Arnór í NBA. Það er hreint ótrúlegt afrek. Framarar að meika það úti um allt. Tryggvi kom með góðan punkt í dag. Á næsta ári á Fylkir að kaupa allt Framliðið eftir fyrri umferðina og senda sína eigin menn í frí. Eina leiðin til að þeir eigi séns í titilinn. Spurning hvort Fram/Fylkir sameining sé á dagskrá?
Langar á fleiri myndir á Bresku kvikmyndahátíðinni. Sá All or nothing í vikunni og hún var algjör snilld. Döpur mynd með góðum húmor inn á milli. Sweet sixteen og Bloody sunday næstar. L

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim