mánudagur, ágúst 18, 2003

Where to begin? Jæja, mótinu er lokið. Verðlaunaafhending í gærkvöldi og örugglega 50-60 manns mættir á hana sem er mjög gott. Gekk klakklaust fyrir sig. Fullt af fólki þakkaði okkur fyrir mótið sem er mjög gott mál.
Hrútar mættu í bústað til Eggerts á föstudag. Ég kom of seint að sjálfsögðu-celeb-og voru hrútar berir að ofan þegar mig bar að garði. Mesta gay stemmning sem ég hef upplifað. Menningarnótt var svo bara með fínasta móti. Aldrei áður farið á menningarnótt og reiknaði ekki alveg með svona mörgum. Kíkti í afmæli hjá Jóni Axeli á Glaumbar þar sem ég þekkti ekki varla kjaft. Vorum í bænum til svona þrjú, fjögur. Atli ætlaði að crasha hjá mér og eftir að við höfðum hvatt Guðrúnu og Völu röltum við svona 20 m og búmm! Atli hamraði einn ljósastaurinn í götunni minni. Fann ég mig knúinn til bloggs strax á eftir af því tilefni.
Daði lofaði sigri gegn ÍBV og hann stóð við það sem fyrr. Markið vafasamt, ekki síst þar sem ég hitti Birki Kristins í bænum og hann sagði boltann ekki hafa verið inni. Þeir eiga því enn von. Víkingarnir klúðruðu hugsanlega sínum málum með jafntefli heima gegn Njarðvík.
Evrópumeistarar í handbolta!! Ásgeir og félagar eru evrópumeistarar og Ásgeir markahæstur í mótinu. Ef þetta kemur honum ekki á samning hjá e-u stórliði þá veit ég ekki hvað. Framtíðin björt í handboltanum.
Að endingu er ég kominn í frí fram að skólanum. Er svolítið að spá hvort ég eigi að skipta yfir í véla- og iðn. Frekar óákveðinn í öllu þessu verkfræðidæmi. Kemur í ljós.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim