mánudagur, ágúst 11, 2003

Íslandsmótið byrjar í dag og þar með eflaust leiðinlegasta vika ársins. Reyndar tími til kominn að ég vinni e-ð. Bara vælið sem ég hef nú þegar fengið og á eftir að fá-það á eftir að fara með mig. "Af hverju er hann seedaður á undan mér?", "Ég kemst ekki á þessum tíma, þá er ég í mat hjá ömmu minni", " það er ekki hægt að spila í svona mikilli rigningu" etc. Ástæða fyrir því að Atli hafði ekki mikinn áhuga á að gera þetta aftur.
Annars töpuðu Framararnir á Skaganum í gær en ljósi punkturinn er sá að Buffið fékk m. Hefur greinilega átt stórleik á Skaganum.
Martin er snillingur helgarinnar. Var með mér í mótsskrárgerð frá 11 til 21 í gær. Þvílíkt hetja.
Fór í snilldarferð á laugardagskvöldið. Fórum í heitan læk á Hellisheiðinni. Ferðalangar voru Bjössi og Gugga, Ingvar, Siggi, Hróar auk okkar Guðrúnar. Mullerin var tekinn commando á bakkanum þökk sé uppástungu fyllsta manns kvöldsins Ingvars Ara. Svakalegt.
Var að sjá hvaða námskeið ég á að taka á næsta ári. Djöfull nenni ég ekki í rekstrarfræði. Eins gott að við Dolli verðum saman í hóp.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim