fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Loksins fékk ég að hreyfa mig á æfingu hjá Fame í kvöld. Við Hjallinn stefnum reyndar á að halda uppteknum hætti strax í fyrramálið og skella okkur svo í laugina.
Víkingarnir tóku þrjú stig í Kópavoginum í kvöld, unnu HK 3-2. Ég sá síðasta hálftímann og þá voru Einar Odds og Jón Skafta komnir inná. Þeir stóðu báðir fyrir sínu ásamt Hauki Úlfars og Kára Árna sem eru ótrúlega passívir á miðjunni. Vona svo innilega að þetta stemmningslið komist upp.
Jónas er að fara að keppa í Bikarkeppninni um helgina og hefur lofað ferð til San Fransisco ef hann sigrar ekki í þrístökkinu. Skyldumæting að kíkja á kallinn kl 15:50 á laugardaginn.
Allir verða að kíkja á miðopnu Fréttablaðsins í dag, fimmtudag. Eyvindur auglýsir þar fyrir griffil: "Glósurnar mínar færðu í Griffli", eða e-ð álíka. Hvílík snilld.
Nú vil ég fá e-r tillögur að kellingamyndum dauðans sem eru samt ágætis myndir. Eina myndin sem mér dettur í hug er Notting Hill. Eru e-r tillögur? Arnþór, þetta er þín sérgrein!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim