fimmtudagur, júlí 24, 2003

Eins og Martin "newsflash" bendir á hafa Bjössi og Gugga hætt við að hætta og allt stefnir í ógurlegt partýplace í Eyjum. Einnig heyrði ég í Dollanum áðan og er hann á leið til Eyja sem er mjög gott. Siggi Bjarna og Gústi Bjarna að gera allt vitlaust í Garðabænum. Snilld.
Skelfilegur Fame bolti í rigningunni í Garðabæ áðan.
Partý verður í Skotahöllinni á laugardaginn kl 21. Lesendur bloggsins eru boðnir velkomnir. Sérstaklega er Tari Miðja beðinn um að mæta kl 20 með dansskóna og fara yfir nokkur vel valinn spor fyrir áhugasama.
Hefur e-r séð fyrirsögnina í Séð og Heyrt. Hún er um Manúelu og Björgúlf og er "Amor hitti þau í hjartastað". Er e-r nógu fróður um myndina Íslenska Drauminn til að segja mér hvort þetta hafi ekki verið sama fyrirsögnin og í myndinni þegar Helgi Kolviðs og Dagmar voru byrjuð saman. Svo var í fréttunum að Helgi Kolviðs kom til Íslands í dag. Tilviljun?