mánudagur, júlí 21, 2003

Við Atli horfðum á Grumpy old men áðan. Staðfest að við verðum svona. Munum deila um ást konu einnar eins og við Buffið gerðum um árið nema í stað líflátshótanna munum við vera í fýlu út í hvorn annan það sem eftir er. Atli er reyndar þokkalega grumpy á köflum nú þegar á unga aldri. "Enjoy it while it lasts, it will only get worse". Ég ætla að "kvóta" í þessa setningu þegar Atli verður 68 ára gamall fýlupoki og segja "I told you so". Jæja í ruglinu bara.
Þetta íbúðarvesen reddast alveg. Fullt af fólki að fara til Eyja. Gaman að sjá að crewið er til í djamm um helgina. Þá þarf bara að bjóða bakarísstelpunni úr Laugardalnum til að Buffið og ég getum haldið áfram þaðan sem frá var horfið!!
Reyndar stórleikur á sunnudeginum þ.a. einungis annar okkar verður í ruglinu. Spurning hver?
Tókum fínan bolta áðan á KR. Ari var mættur-"long time no see". Malone van Nistelrooy var í essinu sínu og átti place-ið.
Heyrði lag í dag á 91.9. Frábær texti: "allt sem máli skiptir er bah babara ég ég og þú". Schnilld. Ef e-r veit hver syngur þetta endilega segið frá. L

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim