sunnudagur, júlí 13, 2003

Hvað er það kaldhæðnislegt að Stuðmenn meikuðu það en ekki grýlurnar en samt sem áður er vinsælasta lagið sem tekið var á ballinu eign Grýlanna-Sísí fríkar út. Snilldarlag.
Frábær ferð í Borgarnesið. Fórum í Varmalandslaug þar sem litlar stelpur gátu ekki látið Atla í friði. Voru að skjóta á hann úr vatnsbyssu svo kallinn varð allur blautur. Skelltum svo upp snilldartjaldinu hans Hjalla og grilluðum frábæra borgara og enn frábærari banana. Bjórinn ískaldur og fín stemmning. Kíktum svo í partý ásamt staffinu á Bifröst-Drífu, Gulla, Pekka, Marie, Suvi, Sebastian o.fl. Arnþór gerði misheppnaða tilraun til að koma á stemmningu með því að setja "bulletproof" lögin "Sorry seems to be the hardest word" og "hero" á.
Ballið var hið besta fyrir utan að ein stelpa ditchaði mig eftir hálfan dans. Þarf greinilega að fara í danstíma hjá Miðjunni eða kíkja aðeins í ljósabekkina. Ingvar Kale vinnufélagi var mættur á ballið og var algjörlega wasted. Vinkona mömmu Hjallans var líka á ballinu en Hjallinn kaus að heilsa ekki upp á hans e-a hluta vegna. Fengum svo morgunverðarhlaðborðsafganga þegar við vöknuðum og brunuðum í bæinn. Takk fyrir okkur.
FC FAME fór erfiðu leiðina í 8-liða úrslit bikarsins. Við komumst yfir og þeir jöfnuðu til skiptis upp í 5-5 þegar þeir jöfnuðu með síðustu snertingu venjulegs leiktíma eins og í fyrra. Þá kallaði Haffi dómarann fífl og var rekinn út af. En manni fleiri settum við hann í framlengingu og unnum 6-5.
KR vann Þrótt. KR er alveg ótrúlegt lið. Ef það myndi spila við okkur í FC Fame myndu þeir detta niður á okkar level og svo móti betri liðum deildarinnar geta þeir spilað fínan bolta. Sá reyndar ekki leikinn þ.a. ég veit í sjálfu sér ekki hvort þeir voru að spila vel. Jökull og Jón voru a.m.k. í liðinu og Sverrir og Sölvi komu báðir inná. Algjörar hetjur!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim