mánudagur, júlí 07, 2003

Leiðinlegt veður maður. Vonandi að það fari að stytta upp. Sá Víkingana leggja Blika í kvöld. Haukur, félagi minn úr íþróttaskólanum, var fastur fyrir á miðjunni og spilaði mjög vel. Verður spennandi að sjá uppgjör efstu liðanna í næstu umferð.
FC FAME dróst gegn PSV Einal í 16liða úrslitum bikarsins. Við töpuðum fyrir þeim í 32 í fyrra þar sem ég var svarti sauðurinn og klikkaði víti. Hefndin verður sæt. Eini gallinn er að leikurinn er á laugardaginn kl 14 þ.a. dagurinn á Bifröst verður e-ð styttri fyrir vikið. Ætti samt að gefast tími fyrir sund, grill og feitt djamm.
Þráinn Bertelsson skrifar aftan á Fréttablaðið í dag að það sé svo sannarlega gúrkutíð hjá fjölmiðlum. Nú væri ekkert að gera og helstu fréttir af skrýtnum gúrkum á Suðurlandi. Svo í dag er ein sjónvarpsfréttin um gaur éinmitt á Suðurlandi sem er að rækta tómata í laginu eins og plómur. Ég trúði ekki mínum eigin augum.
FC Fame leikur gegn TLC á morgun kl 20 á Ásvöllum. Verðum að vinna. Skyldumæting á völlinn að styðja við bakið á Fame !!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim