miðvikudagur, júní 18, 2003

Hvað er málið með veðrið? Ágætt í morgun, dúndurdropar eftir hádegi, fínt milli 18 og 20 og svo aftur hellidemba í kvöld. Erum við að tala um hitaskúrir?
Beckham bara farinn. 25 m punda. Þar sem ég held þokkalega með Real ( fyrir utan Figo ) þá er þetta svo sem í góðu lagi. Solskjaer líka að brillera á síðasta tímabili. Vonandi að peningarnir fari í e-ð skynsamlegt. Rustu kemur a.m.k. ekki. Ronaldinho? Eiður?
Fór á KR-ÍA í öðrum áðan. KR vann 4-2 held ég þar sem Jökull setti tvö og Palli Kristjáns, bróðir Stebba Kalla, eitt af 25 m upp í Samúel. Þokkalega harður leikur í bleytunni-Eyjólfur Ólafsson að gera góða hluti.
Okkur félaganna langar mikið á Færeyjar-Ísland í ágúst og ákvað Bjössi að tékka á málinu. Komst hann að því að flugmiði til Þórshafnar væri á 8500 kr. Við í skýjunum en við nánari athugun var þetta flug á Þórshöfn á Íslandi en ekki höfuðborg frænda okkar. KSÍ ferðin kostar 28.000 og það er lending klst fyrir leik og brottför klst eftir. Ekki alveg það sem við höfðum í huga.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim