þriðjudagur, júní 10, 2003

Gunnhildur og stöllur hennar í Graduale Nobili stóðu sig eins og hetjur á kóramóti í Finnlandi í síðustu viku. Þær komu heim í gær með tvö gull og eitt brons. Þær voru valdar besti kvennakórinn og ungmennakórinn. Til hamingju Gunnhildur, Lilý, Þórunn, Auður, Ylfa, Bjarnheiður, Helga og allar hinar. Ég sótti systur út á völl og tóku þær lagið fyrir viðstadda við mikinn fögnuð.

Síðan kom ástralski frændi minn Perry, sem ég hef aldrei hitt áður, til landsins í gærkvöldi. Mjög nettur strákur, svona 27 ára, svæfingarlæknir sem er samt alltaf að ferðast e-ð og sjaldan lengi í vinnu á sama stað. Svona "go with the flow" náungi. Uppáhaldsíþróttin hans og margra ástralska gengur undir nafninu "footie" þar sem 18 spila á móti 18 á 180 m löngum velli og reglur svipaðar og í rúbbí nema það má ekki henda boltanum heldur aðeins rétta hann. Þetta er víst mjög skemmtilegt. Hann er líka Weezer aðdáandi og hefur farið nokkrum sinnum á tónleika með þeim.

Fyrsti vinnudagur sumarsins í dag. Hjólaði niðrí Víking kl 7:30 í morgun. Tók mig svona hálftíma. Svona 80-100 krakkar í íþróttaskóla Víkings og gekk það hreint ágætlega þótt sumir strákarnir séu alltof miklir fótboltastrákar. Takes one to know one!!
Brunaði svo upp í Fjölni í hádeginu. Tók um 20 min. Þar voru þrír krakkar á tennisnámskeiðinu sem getur verið mjög þægilegt en það er líka mjög takmarkað sem hægt er að gera með þrjá krakka. Aftur niðrí Víking kl 16 og þá tók við tennisæfing fyrir krakka. Hjólaði svo heim í grenjandi rigningu upp úr 18.
Fame lék við Puma í kvöld en í því liði eru m.a. ívar Guðmunds, Auddi Blöndal og Þór Bæring, sem reyndar fékk bara að spila lokamínúturnar í bakverðinum. Þór á bróður sem lítur nákvæmlega eins út nema 20 kg þyngri og er Þór of þungur sjálfur. Sá spilar mark og heitir Jón. Við töpuðum 3-0 og setti Ívar tvö. Sigurjón fékk deddara ársins í stöðunni 2-0 en hvíti víkingurinn setti hann framhjá. Óvenjulegt að sjá. Annars ágætur leikur að mörgu leyti.
Landsleikurinn á morgun. Vonandi að Eiður sé ekki með magakveisu. Hvað væri þetta lið án hans ? Ekki neitt.
Þegar við Atli spiluðum golf á Flúðum var mér litið á kýr sem voru á beit. Hvað er leiðinlegt að vera kind og kú ? Labba innan ákveðins svæðis í fleiri ár og svo verður þér slátrað sem er líklega hápuntur lífs þeirra. Fjallageitur og -kindur hljóta að lifa lífinu. Hvað er ég feginn að vera ekki kind.
Martin hringdi áðan. Verið að skipuleggja Eyjar. Góð stemmning og mun líklegra að maður skelli sér loksins heldur en hitt.
Fjölnismót í tennis um helgina. Stefnt er á sigur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim