mánudagur, júní 02, 2003

Skotinn mættur á klakann eftir viku í heimalandinu. Fórum fjórum sinnum í golf, í eina massíva gönguferð en annars bara chillið. Gaman að skrýtnnum nöfnum. Á flugvellinum í Glasgow heyrðist í kallkerfinu:"attention,passanger Drinkwater...". Hvað er málið? Mulningsvélin FC FAME er komin á skrið eftir 5-3 sigur á Dufþaki í bikarnum í gærkvöldi. Í stöðunni 1-1 tók Siggi aukaspyrnu og "yours sincerely" henti sér fram og skallaði boltann að hætti Klinsmanns í stöngina og eftir línunni þar sem senuþjófurinn Ingi setti hann af öryggi í netið. Hetjan Þorkell Guðbrandsson var frammi hjá Dufþaki en var pakkað saman að hætti hússins. Næsti leikur verður gegn Puma eftir viku eða e-ð en Puma er skipað FM hnökkum á borð við Þór Bæring og Ívar Guðmunds.
Það er ekki annað hægt en að lýsa yfir vonbrigðum með byrjun Frammara á tímabilinu. Eitt stig úr þremur leikjum, reyndar gegn sterkum liðum (sterkum á íslenskum mælikvarða). E-ð held ég að næsti leikur sem er að ég held gegn Skaganum ráði því hvort Kiddi þjálfari haldi starfinu.
Það er líka farið að hitna undir sætinu hjá okkar beloved Daða Rafnssyni aðstoðarþjálfara Þrótts/Hauka í kvennaboltanum. Liðið situr á botni deildarinnar með 0 stig og markatölu 1-18 og liðið dottið úr bikarnum eftir 3-4 tap gegn Skaganum. Þykir ljóst að Daða hafi ekki tekist að innleiða hvergerðiska sambaboltann í liðið eins og lagt var upp með í upphafi. Útsendari www.kolbeinntumi.blogspot.com var á bikarleiknum og rak þar augun í gríðarsterkan vinstri kantmann liðsins sem vegna hraða og útsjórnarsemi minnti hann helst á Kanchelskis. Var þar engin önnur en Bjarney "Kan Kan" Bjarnadóttir á ferðinni sem greinilega er í toppformi ef marka má útsendara vefsins.
Annars er helst í fréttum að Lee Sharpe þakkaði Daða fyrir leikinn í Grindavík en ekki öfugt eins og fram kom e-s staðar. Beðist er velvirðingar ef fólk misskildi þetta á einn eða annan hátt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim