Íslenska ofurstjarnan
Við Geir afmælissnáði Þórarinsson áttum innihaldsríkar umræður um American Idol í gær og ákváðum í framhaldi að setja saman dómnefnd fyrir Íslensku ofurstjörnuna, sem ég held að stöð tvö hyggist setja í framleiðslu í haust. Hérna koma okkar tilnefningar í dómarana
Björgvin Halldórsson. Hann er kjörinn sem Simons-týpan. Drullar yfir allt og alla keppendur í ljósi eigin yfirburða. Skemmtilegast væri svo ef einn þáttanna væri tileinkaður lögum með Bjögga og kannski Svölu dóttur hans. Bjöggi er kjörinn í starfið og ég sannfærðist um að hann yrði fínn dómari þegar hann sagði um norska keppandann í Eurovision "það er ekkert rokk og ról í honum". (En þess má geta að Bjöggi á rokksmelli eins og Gullvagninn á lager)
Helga Möller. Hún væri einfaldlega frábær. Hún hefur keppt í Eurovision og virðist vera að koma með nokkuð gott kombakk núna. Er þar skemmst að minnast jólasósulagsins, sem fékk fólk til að flykkjast í Smáralindina um síðustu jól. Þetta starf myndi því tryggja henni varanlegan sess á stjörnuhimninum og koma í veg fyrir að hún félli okkur í gleymskunnar dá. Það er nefninlega ekki nóg að vera gift Pétri Ormslev, maður verður að vera frægur sjálfur
Þriðji dómarinn ?? Þarna lentum við í nokkrum vanda og bið ég því lesendur að stinga uppá fólki. Rúnni Júl gæti verið að gera það gott, Geir Ólafs jafnvel líka og svo er það spurningin hvort Kristján Jóhannsson væri fáanlegur í djobbið
Enginn vafi lék svo á hver væri hressi ungi gaurinn sem spjallaði við keppendur. Enginn annar en Þorsteinn Joð. Hann er næmur á mannlegu hliðina á fólki og kann að ná því besta út úr öllum. Auk þess getur hann brugðið sér í allra kvikinda líki og má minna á hinn góða fótboltaþátt 4-4-2 sem hann stýrði af svo mikilli röggsemi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim