fimmtudagur, maí 22, 2003

Bara allt komið á hreint hvað varðar ráðherra. Það verður sárt að sjá á eftir Siv,Sólveigu og Tómasi... NEI! Hlakka mest til að sjá Davíð Oddson í öðrum ráðherrastól. Kom mér á óvart-var pottþéttur á að hann myndi hætta þessu. Annars horrfði ég á síðasta hálftímann af Das Boot í dag. Búinn að vera c.a. mánuð að klára hana. Pottþétt mynd en var samt ekki sáttur við að hafa English dubbed version. Það er fáránlega erfitt að horfa á gaur tala þýsku og svo kemur e-r óskýr enska út úr honum.
Í eftirmiðdaginn skelltum við Bolli okkur í Laugardalslaugina og tókum langan pott. Nóg af sætum stelpum í lauginni, sumar sætari en aðrar. Brjálað veður og nóg af fólki í sundi.
Annars er maður búinn að fá svona 30 símtöl í dag og hringja jafnmörg út af þessu móti. Fólk kemst ekki á hinum og þessum tímum þ.a. e-ð fiff fer í gang. Kannski ekki besta helgin fyrir svona mót, Eurovision og útskriftir úr mörgum skólum að ég held.
Svo lá Fame fyrir Elliða í laugardalnum í kvöld 4-2. Bjarki kom okkur yfir en í kjölfarið fylgdu þrjú mörk frá Elliða og var það fyrsta úr vægast sagt vafasömu víti. Minnkuðum muninn fljótlega í seinni með marki frá Gunna Palla og vorum svo manni fleiri í 25 mínútur en náðum ekki að jafna. Þeir settu eitt í blálokin og þar við sat. Mótherjarnir voru besta liðið sem við höfum spilað við hingað til en á hinn bóginn vorum við skelfilegir, allir nema einn. Kjartan Carlos Kjartansson var tvímælalaust maður leiksins og spurning hvort Fame þurfi ekki að fara að semja við Kjarrann en heimildir herma að Sogndal og Tromsö séu á höttunum eftir honum.
Enginn smástemmning fyrir Eurovision og e-ð spái ég að bærinn verði pakkaður á laugardagsnóttina.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim