mánudagur, maí 19, 2003

Mesta óheppni í heimi í gærkvöldi. Fór með Torfa og vini hans í stuttan fótbolta. Kepptum við e-a feðga. Síðan í lok leiksins þegar annar strákanna í hinu liðinu var að komast einn í gegn hljóp ég á eftir honum og ætlaði að pota boltanum í burtu þegar hann myndi skjóta, þ.e. svo hann myndi fljúga á hausinn. En nei nei. Ég pota boltanum í áttina að Sigga en strákurinn þrombar í löppina á mér og það sem meira er Siggi bombar boltanum beint í andlitið á mér! Og auðvitað var gleraugnaglámurinn með gleraugun sem auðvitað fóru í e-ð rugl svo það þurfti að skella þeim í viðgerð. Eins gott að ég á nokkur pör af linsum. Maður hugsar sig samt tvisvar um næst þegar Torfi reynir að draga mig út í fótbolta.
Annars bættist önnur einkunn í hópinn í dag. 7 í stærðfræðigreiningu IIB sem er líklega viðunandi. Tölfræðin í námskeiðinu er samt skelfileg. 340 skráðu sig í námskeiðið, 180 sögðu sig úr því og aðeins 80 stóðust prófið. Þar af var ein 10 og hef ég tvo MR dúxa undir grun hvað hana varðar.
Það fór illa hjá Buffinu og félögum í gær, tap gegn Fylki. Samt ótrúleg úrslit í fyrstu umferðinni. Valur og KA unnu erfiða útileiki en það vill reyndar oft henda að fallliðin byrji tímabilið sæmilega.Spurning hvort Þróttararnir stríði KR e-ð í kvöld. Jökull er ennþá meiddur þ.a. þar er a.m.k. skarð fyrir skildi. Ætli Sigursteinn nái að fylla skarðið? Veit ekki, voða erfitt að segja.
Sá Godfather 2 í fyrsta skipti í gær. Drullugóð en ógeðslega löng. Hvað er Al Pacino svalur? Líka flott þegar Robert De Niro sker gaurinn sem drap fjölskyldu hans þvert yfir bringuna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim