Gott Fame djamm í gær á Mekkasport. Við horfðum á valda kafla úr síðustu leikjum okkar og nú veit maður hvað maður þarf að bæta. Ég er gjörsamlega eins og skjaldbaka á vellinum. Fórum svo í bæinn og kíktum á Felix. Um 4 röltum við Hjallinn heim á leið. Þegar ég kom heim fann ég ekki húslyklana mína. Ég lá á fullu á dyrabjöllunni í svona korter en rölti svo til Hjalta í Tjarnagötunni og fékk að crasha á sófapúðum á gólfinu. Svo þegar hann skutlaði mér heim í morgun kom í ljós að ég hafði verið með lyklana á mér allan tímann. Hvílíkt fífl.
Annars dansaði ég af gleði í gær þegar fyrsta einkunnin kom í hús. Mér gekk ömurlega í þessu prófi sem var í Greiningu burðarvirkja en svo fékk kallinn bara 9! Djöfull var ég sáttur. Ég hafði því góða afsökun fyrir tvöfaldri helgi.
Fór svo áðan að hlusta á Torfa og drengjakór Neskirkju. Fínir tónleikar.
Hvað er Ásgeir Örn bróðir hans Jónasar mikil kempa ? Hann massaði úrslitakeppnina og var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Sló hann þar strákum eins og Loga Geirs, Einari Hólmgeirs auk okkar beloved Þórólfi Nielsen ref fyrir rass. Annars er Jónas á heimleið og kemur árla dags á þriðjudag. Við ætlum að skella okkur á Esjuna við fyrsta tækifæri.
Buffið og félagar í Fram hefja titilsóknina í Árbænum í kvöld gegn Kjartani Sturlu og hinum vitleysingunum í Fylki. Ætli maður kíki ekki á kallinn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim