laugardagur, maí 17, 2003

Fyrsta bloggið skrifað í töluverðri þynnku. Verkfræðidjamm úti á Nesi í gær. Helstu verkfræðisnillingarnir saman komnnir og ágætis stemmning. Kíktum í bæinn og var kíkt á Celtic og Sólon. Helst til tíðinda bar að þar hittum við fyrir Jens nokkurn Þórðarson a.k.a the invisible man. Bæjarferðin endaði svo á þeirri algjöru snilld að Ásdís bauð mér far á húddinu á trukknum sínum og fékk ég far á húddinu úr Austurstrætinu heim að dyrum.
ABBA tónleikar í gær í Laugardalshöll. Ég var að rífa af miðum en gat svo hlustað á nánast alla tónleikana sem voru nokkuð góðir. Endalausir slagarar og fólkið sem var svona 90% yfir fimmtugt stóð upp í síðustu lögunum og sveiflaði höndum og söng með. Nokkuð um celeb á svæðinu, Atli Eðvalds, Bjarki Gunnlaugs, Gunni Þórðar o.m.fl
FC FAME æfing í dag úti á Nesi þegar Southamton verður búið að taka Arsenal í gegn í Cardiff. Fame á góðri siglingu fyrir tímabilið sem hefst á fimmtudaginn. E-ð djamm hjá Fame-urum í kvöld á Mekkasport.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim