miðvikudagur, maí 21, 2003

Góður dagur á enda. Golfið klikkaði samt e-ð í morgun. Ég var nefnilega ekki að geta sofnað í nótt svo þegar ég vaknaði eftir hámark 3 tíma svefn kl 06 í morgun snéri ég mér bara á hina hliðina. Vaknaði svo kl 12 og hringdi í Atlann og bjóst við Svíanum alveg brjáluðum. En hann var bara nokkuð sáttur við að hafa getað sofið lengur. Gekk svo í það verk að setja upp Víkingsmótið og má sjá afraksturinn á www.vikingur.is. Þar sem familían stefnir á að ganga svolítið í Skotlandinu skellti ég mér á gönguskó í dag. Þeir voru síðan vígðir eftir kvöldmat þegar ég rölti til Martins, a.k.a. Malone/van Nistelroy. Hann aðstoðaði mig við ýmis tölvutengd vandamál svo sem þetta forláta commentakerfi sem hann Gústi virðist hafa einkar gaman af.
Jónas hringdi í mig um kvöldmatarleytið gríðarhress. Ekki jafnhress samt og e-r fugl sem tók sig til og skeit á rúðuna í herberginu mínu þar sem ég horfði út um gluggann. Ef ekki hefði verið fyrir rúðuna væri ég örugglega ennþá að hreinsa skítinn af andlitinu mínu. Við Martin,Bolli og Jónas kíktum svo á Ara í ögri og fékk ég mér einn ískaldann. Bolli sagði okkur frá dagsverki sínu sem var e-ð á þessa leið:vaknaði kl 15,horfði á Bíórásina og drakk pepsi max, fór út í ísbúð og fékk mér sheik, fékk mér hálfmána, fékk mér annan sheik úr sömu ísbúð og kom svo til okkar. Það kom því fátt annað tilgreina en að kíkja aftur í ísbúðina niðrí Faxafeni, þ.e. gömlu Álfheimaísbúðina. Gaman að vera búinn að endurheimta Jónasinn.
Var síðan áðan að panta tvo "hyper pro staff 6.1" tennisspaða á tenniswarehouse.com. Ég hef alltaf átt skelfilega spaða og fannst tími til kominn að vera svolítið grand á þessu. Stykkið var á 130 $ en svo verður auðvitað e-r asnalegur tollur og 24,5 % hundleiðinlegu.
Fyrsti leikurinn á morgun í utandeildinni. Það væri gaman að byrja tímabilið með stæl.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim